TikTok-myndband frá brúðkaupsdeginum fékk harkaleg viðbrögð

mbl.is/Perpixel Photo

Kona í Utah deildi nýverið heldur saklausu myndbandi af sér og vinkonum sínum á samfélagsmiðlinum TikTok. Myndbandið sem er tekið upp á brúðkaupsdag konunnar, Katie Olsons Hart, sýnir hana ásamt brúðarmeyjum sínum í brennsluþolfimi að morgni brúðkaupsdagsins. Myndbandið hefur vakið harkaleg viðbrögð frá nettröllum.

Myndbandið sem ber titilinn „POV: It's your wedding morning“ sýnir brúðina klædda í hvítan íþróttatopp og samsvarandi stuttbuxur, þar sem hún leiðir um það bil 20 brúðarmeyjar í gegnum brennsluþolfimi. Allar brúðarmeyjarnar eru dökkklæddar.

Hart, sem giftist eiginmanni sínum, Jackson, í júlí í fyrra deildi myndbandinu af þessari heldur óhefðbundnu leið til að byrja brúðkaupsdaginn bara núna nýlega og bjóst alls ekki við öllum þeim neikvæðu viðbrögðum sem myndbandið hefur fengið í kjölfarið.

Myndbandið hefur verið skoðað yfir fjórum milljón sinnum og margir hafa ritað undir færsluna og sagt hvað þetta sé mikil vitleysa, að láta brúðarmeyjarnar stunda brennsluþjálfun, samdægurs brúðkaupinu. „Ef ég væri hluti af þessum hóp, myndi ég bara finna mér stað út í horni með mímósuna mína.”

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál