Vill stunda kynlíf þrisvar á 12 tímum en ekki makinn

Annar aðilinn vill fá að sofa í friði, hinn vill …
Annar aðilinn vill fá að sofa í friði, hinn vill stunda kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég fer oft að sofa á undan maka mínum. Við stundum yfirleitt kynlíf áður en ég fer í háttinn og hann vakir áfram og horfir á sjónvarpið. Hann kemur svo upp í rúm nokkrum klukkutímum seinna og reynir að vekja mig til að stunda kynlíf aftur. Það er yfirleitt í kringum eitt til þrjú á nóttinni og ég sofandi. Ég vil ekki láta vekja mig til að stunda kynlíf. Hann er með mun meiri kynhvöt en ég. Að stunda kynlíf á kvöldin og á morgnana er nú þegar mikið. Ég er dauðþreytt þegar hann vekur mig um miðja nótt og mér líður eins og ég er veik yfir daginn. 

Ég er búin að segja honum að ég vilji ekki kynlíf um miðja nótt og hann sagði að ef ég neiti honum myndi hann hætta að langa að stunda kynlíf. Ef ég vildi ekki stunda kynlíf um miðja nótt þyrftum við líklega að hætta að sofa í sama rúmi. Hver er þín skoðun á þessu máli?“ Skrifaði kona sem á kynóðan kærasta og leitaði ráða hjá Zachary Zane, ráðgjafa Men's Health. 

Ráðgjafinn benti á það væri mjög eðlilegt að vilja að fá að sofa í gegnum nóttina. „Með því að neita þínum óskum var það ljóst að hans þarfir koma ofar þínum. Í hans huga er hans þörf til að stunda kynlíf þrisvar á 12 klukkutímum í staðinn fyrir tvisvar mikilvægari en góður svefn. Það er fáránlegt. Sem maki þinn ætti hann að huga að andlegri líðan og heilsu,“ sagði ráðgjafinn meðal annars og sagði konunni hreinlega að hætta með kærastanum. 

Kynóðinn kærastinn vil stunda kynlíf þrisvar á dag.
Kynóðinn kærastinn vil stunda kynlíf þrisvar á dag. mbl.is/Colourbox
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál