Hlegið saman í 35 ár

Kevin Bacon og Kyra Sedgwick.
Kevin Bacon og Kyra Sedgwick.

Hjónakornin Kevin Bacon og Kyra Segdwick deildu leyndarmálinu á bak við farsælt hjónaband sitt. Parið sem hefur verið hamingjusamlega gift í 35 ár eru í forsíðuviðtali við tímaritið People þar sem þau fara yfir sambandssögu sína og segja frá fyrstu kynnum.  

Bacon segir það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hann sá Sedgwick á tökustað PBS–myndarinnar, Lemon Sky árið 1987. 

„Ég kolféll,“ sagði leikarinn við People. „Mér fannst hún einfaldlega stórkostleg.“ Á þessum tíma var Bacon kominn með smá smjörþef af frægðinni þökk sé hlutverki sínu sem hinn uppreisnargjarni Ren í dans- og söngvamyndinni, Footloose sem kom út árið 1984. Þrátt fyrir gífurlegar vinsældir myndarinnar hafði Segdwick ekki séð hana og fannst leikarinn hálf fráhrindandi. „Ég man að ég hugsaði með mér: „Æ, þessi heldur að hann sé rosalega flottur.“

Vissi daginn eftir fyrsta stefnumótið að hann væri sá eini rétti

Eftir smá sannfæringu ákvað Sedgwick þó að samþykkja boð á stefnumót með Bacon og sér eflaust ekki eftir þeirri ákvörðun í dag. Þau fóru út að borða og enduðu á því að spjalla og hlæja tímunum saman. Segdwick segir að það hafi verið hvernig henni leið daginn eftir sem gerði henni grein fyrir því að hann var sá eini rétti. 

„Ég man að ég vaknaði og hugsaði: „Mér líður eins og ég sé komin heim“ sagði hún.

Sterk heild í yfir þrjá áratugi

Á þessum tæplega 40 árum hafa hjónin byggt sér fallegt heimili, farsæla starfsferla í bæði leiklist og tónlist og alið upp tvö börn, soninn Travis, 33 ára og dótturina Sosie, 31 árs. „Við höfum alltaf verið stærsti stuðningur hvors annars,“ segir Sedgwick, sem nýlegi leikstýrði eiginmanni sínum í kvikmyndinni, Space Oddity. 

Hláturinn er lykilþáttur 

Sedgwick segir það að geta komið hvort öðru til að hlæja hafi verið lykilþáttur í 35 ára hjónabandi þeirra. „Húmor skiptir sköpum.“„Hann er rosalega fyndinn.“
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál