Góðlátlegt grín getur bætt kynlífið

Ef fólk getur gert grín að hvort öðru þá er …
Ef fólk getur gert grín að hvort öðru þá er það merki um traust í sambandinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Það að geta gert grín og tekið á móti gríni getur verið leyndarmálið að góðu ástarsambandi segja rannsóknir. Það þarf þó að gæta þess að fara ekki yfir strikið.

Þýskir sálfræðingar við Martin Luther háskólann rannsökuðu sambönd 150 para með það að markmiði að kanna hlutverks hláturs og gríns í ástarlífi þeirra. Í ljós kom að þau sem gátu hent gaman að hvort öðru löðuðust sterkar að hvort öðru og nutu betra kynlífs saman samanborið við þau sem gátu ekki hlegið að hvort öðru saman.

Ekki gera grín að vaxtarlagi fólks

„Þau pör sem eru gáskafull og geta gert grín að hvort öðru eiga það til að búa yfir meira trausti í sambandinu. Þetta þýðir að það mikill velvilji sé í sambandinu og að fólk meini þetta ekki illa og misskilji ekki grínið. Það að geta gert grín og tekið á móti gríni skapar ákveðna orku innan sambandsins og heldur því lifandi og meira spennandi,“ segir sálfræðingurinn Rachel Voysey.

„Mikilvægast er þó að kunna sín mörk og fara ekki yfir strikið. Maður verður að vita hvað hinum finnst fyndið og hvað ekki. Það vilja t.d. ekki allir að gert sé grín að útliti sínu eða vaxtarlagi. Það þarf að halda þessu á léttu nótunum.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál