Nokkur merki um samhæfni í rúminu

Unsplash/Anna Tarazevich

Kynferðisleg samhæfni snýst ekki eingöngu um að deila kynlífsupplifunum sem fullnægir báðum aðilum. Hún felur nefnilega einnig í sér að þið séuð samstillt líkamlega, tilfinningalega og vitsmunalega. Einnig þarf að skilja og virða þarfir og langanir hins aðilans.

Hér eru nokkur merki þess að þið séuð kynferðislega samstillt.

Þið eruð yfirleitt sammála um hversu oft þið eigið að stunda kynlíf

Nánar tiltekið, hversu oft það sé ánægjulegt fyrir báða aðila. Ef þið eruð ekki á sömu blaðsíðu getið þið rætt saman um hvað annað þið getið gert þá daga sem þið stundið ekki kynlíf. Sem dæmi má taka munaðargjarnar athafnir sem fela ekki í sér kynmök til að auka nándina, líkt og kúr eða kossar. Hvað sem er sem virkar fyrir báða aðila.

Báðir aðilar eru opnir fyrir hugmyndum og áhugamálum hins aðilans

Finnst ykkur gaman að gera sömu hlutina í svefnherberginu? Hvaða leikir finnst ykkur skemmtilegir og hversu lengi endast þeir? Hvernig skilgreinið þið kynlíf og er samræmi á milli þeirra skilgreininga? Þið munuð líklega ekki vera sammála um allt en þessar spurningar geta hjálpað til við að ákvarða hvort þið passið vel saman.

Maki þinn skilur hvað þú vilt í kynlífi, og öfugt

Í hvernig skapi viltu vera þegar þú stundar kynlíf? Viltu finna fyrir umhyggju og tilbeiðslu, yfirráðum hins aðilans eða jafnvel niðurlægingu? Ertu hrifnari af rómantískri kynlífsupplifun eða aðeins árásárgjarnara kynlífi? Jafnvel kannski eitthvað þar á milli? Hverjar sem spurningarnar eru þurfið þið að skilja maka ykkar.

Þið virðið mörk hvors annars

Er þörfum þínum mætt? Getið þið virt mörk hvors annars? Þetta er mögulega það mikilvægasta í heilbrigðu sambandi.

Þið hafið svipaðar skoðanir á uppbyggingu sambandsins

Hvernig er samband ykkar uppbyggt? Kjósa báðir aðilar að vera í lokuðu sambandi eða eruð þið hrifnari af opnu sambandi? Mikilvægt er að báðir aðilar séu sammála um þetta.

Báðir aðilar eru viljugir til þess að gefa mikið af sér

Þið gætuð verið ósammála varðandi eitthverja af ofangreindum þáttum en þessi er hvað mikilvægastur. Eru báðir aðilar viljugir til þess að gefa mikið af sér í kynlífinu? Eru báðir aðilar viljugir til þess að vinna fyrir kynlífinu ykkar?

Women's Health

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál