Svona stundar þú kynferðislega íhugun

Samsett mynd

Kynferðisleg íhugun getur verið margvísleg. Hún getur átt við almenna núvitund eða hugleiðsluiðkun, meðvitaðri nálgun við kynlífið eða kynlífs- eða núvitundartengda æfingar með maka. Ávinningurinn getur verið minni streita, þú einbeitir þér að núinu, kynhvötin eykst, þér finnst þú nánari maka þínum og almennt munt þú njóta kynlífsins betur.

Hér eru nokkrar leiðir til að stunda kynferðislega íhugun.

Byrjaðu á einföldum hugleiðsluæfingum

Þú getur ekki notast við hugleiðslu og íhugun í svefnherberginu ef þú hefur aldrei áður stundað slíkt. Finndu þér góðar byrjendaæfingar, til dæmis eru til ógrynnin öll af símaforritum sem bjóða upp á slíkt. Með þessu lærir þú að einbeita þér að andardrættinum, að halda þér í núinu og skynjar líkamann þinn betur.

Hugleiddu með maka þínum

Til dæmis getur þú staðið bak í bak með maka þinn á meðan þig skannið í gegnum líkama ykkar. Takið eftir hvaða svæði líkamans virðast vera full af spennu og hvaða svæði virðast vera í slökun. Næst getið þið einbeitt ykkur að því hvar líkamar ykkar snertast. Hugsið um áferð, þrýsting og hitastig. Þetta eru allt þættir sem þið getið einnig nýtt ykkur í svefnherberginu.

Opnaðu augun

Mörgum finnst þægilegast að hafa augun lokuð á meðan þau hugleiða því það getur lokað á ýmist áreiti í umhverfinu. Skortur á augnsambandi getur hins vegar valdið því að þú nærð ekki að tengjast maka þínum nógu vel. Til að æfa þetta er gott að hugleiða með hefðbundnum hætti með augun opin. Til dæmis er hægt að horfa út um gluggann eða á einhvern einn hlut sem þú sérð í kringum þig. 

Með því að einbeita þér að einhverju fallegu utan svefnherbergisins getur það hjálpað til innan svefnherbergisins. Þegar þangað inn er komið getur augnsamband við maka þinn fært þig aftur í núið, ef ske kynni að þú hafir gleymt þér í hita leiksins.

Prófaðu augnsambandsæfingar með maka þínum

Þegar tími gefst til getur þú gert æfingar með augnsamband með maka þínum. Sitjið á  móti hvort öðru og horfist í augu í þrjár mínútur í einu. Það er í góðu lagi ef þið skellið upp úr eða líði dálítið óþægilega, en reynið ykkar besta að tala ekkert.

Þegar ykkur líður vel með að ná augnsambandi utan svefnherbergisins er mun auðveldara að viðhalda því þegar þangað inn er komið.

Hugsaðu um eitthvað kynþokkafullt

Ef þér finnst hugurinn reika á meðan þú stundar kynlíf, skaltu ná stjórn á honum og hugsa um eitthvað kynþokkafullt. Jafnvel þótt það hljómi eins og þú sért ekki með hugann við efnið með því að hugsa um eitthvað annað á meðan þú stundar kynlíf, þá getur þetta hjálpað fólki að ná betri tengingu við kynlífið sjálft. Með æfingunni munt þú líklega ekki þurfa á þessu að halda, því þú munt ná stjórn á hugsunum þínum og ná að einbeita þér að ákefð augnabliksins.

Prófaðu að hægja aðeins á kynlífinu

Með allt upplýsingaflæði samtímans í kringum þig getur verið erfitt að koma ró á hugann. Prófaðu því að stunda mjög rólegt kynlíf inn á milli. Sem dæmi getið þið skipst á að veita hvort öðru nautn eða einbeita ykkur einfaldlega að erótískri snertingu og skynjun.

Að þjálfa bæði hugann og líkamann að taka því rólega getur ekki aðeins bætt einbeitinguna, heldur getur það líka aukið forvitnina. Þú kemst kannski að einhverju sem þú vissir ekki að þér líkaði eða skynjar eitthvað sem þú hefur ekki gert áður.

Prevention

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál