Sjö leiðir til að innleiða tantra í kynlífið

Samsett mynd

Tantra getur gagnast öllum, bæði kynferðislega og tilfinningalega. Í stórum dráttum getur það hjálpað sambandi þínu, bæði inn í og utan svefnherbergisins, með því bæta nándina. Í dag er tantra oft talið vera samheiti yfir kynlíf. Tantra er þó meira eins og lífstíll, ekki bara leið til þess að stunda kynlíf. Tantra snýst ekki endilega um að ná fullnægingu og þótt slík sé ekki markmiðið þá verða þær stórkostlegar þegar þeim er náð. Sum hafa líkt fullnægingum í tantra við yfirskilvitlega upplifun.

Hér eru sjö ráð til að innleiða tantra í kynlífið.

Komið ykkur vel fyrir

Komið ykkur í gírinn með því að innleiða ákveðna helgisiði í kynlífið. Það getur verið allt frá því að setja rýmið upp sem einhvers konar griðastað upp í val á viðeigandi tónlist.

Það mikilvægasta er að þið gerið þessa kynlífsupplifun einstaka.

Byrjið á því að anda

Rétt eins og í jóga þá byrjar tantra með og miðast við öndunina. Prófaðu þessa aðferð. Andaðu að fullu inn um nefið. Við innöndunina skaltu fylla magann af lofti. Tæmdu hann síðan við útöndunina. Til að vera viss um að þú sért að gera þetta rétt leggðu hendurnar yfir kviðinn. Þú ættir að finna hann stækka þegar þú andar inn og fara aftur í eðlilegt horf þegar þú andar út.

Ímyndaðu þér að þrýsta andardrættinum niður í gegnum mjaðmagrindin og hné, alveg niður í gólf. Æfðu magaöndunartæknina nokkrum sinnum áður en þú notast við hana í kynlífinu. Þá verður hún sjálfvirkari.

Náið augnsambandi

Þið vitið líklega að með augnsambandi fer nándin frá núlli upp í tíu mjög hratt. Þegar öllu er á botninn hvolft er það ástæðan fyrir því að trúboðsstellingin er oft talin nánasta kynlífsstellingin.

Til er sérstök tegund af tantrísku augnsambandi sem kallast augnskoðun. Hefð er fyrir því að þú gerir þetta með því að horfa í vinstra auga maka þíns. Þú getur þó skoðað hægra augað eða jafnvel skipst á ef þér finnst það þægilegra.

Nuddið hvort annað

Skiptist á hvor nuddar. Til dæmis gætir þú beðið maka þinn um að gefa þér fótanudd í tvær mínútur og á móti nuddar þú maka þinn þar sem hann vill.

Gefðu maka þínum fyrirmæli á meðan nuddinu stendur. Þegar þú sérð um nuddið biður þú maka þinn um að gera það sama. Þetta er leið til að læra hvernig þið verðið sem besti elskhuginn fyrir maka ykkar.

Veitið hreyfingu líkama ykkar athygli

Hugsið um það hvernig þið hreyfið líkama ykkar saman. Reyndu að komast hjá því að dæma út frá eða bera saman við fyrri reynslu, einbeittu þér að því hvernig þér líður á þessu augnabliki.

Þetta er leið til að koma heilanum í hlutlausa stellingu og sleppa því að hugsa. Þetta er líka frábær leið til þess að missa ekki af allri ánægjunni þegar þú nærð fullnægingunni.

Komið ykkur í stellingar

Til að byrja með getið þið prófað hefðbundna tantríska stöðu sem kallast yam yum, eða lótusstellingin. Hún getur hjálpað til við að samræma orku ykkar, sem er nauðsynleg í tantra.

Biddu makann þinn um að sitja með krosslagða fætur á gólfinu. Horfðu í augun á honum, sestu klofvega ofan á hann og vefðu fótunum um líkama hans. Ef þú þarft getur þú sett kodda við bakið á þér.

Hægt er þó að nota hvaða stellingu sem er í tantra, svo lengi sem þið andið rétt og séuð andlega til staðar í augnablikinu. Þið þurfið ekki að notast við þessa stellingu ef ykkur finnst hún óþægileg. Þið getið alltaf valið ykkur hvaða stellingu sem ykkur líkar við, einfaldlega hægt á ykkur og einbeitt ykkur að ásetningnum.

Tefðu fyrir fullnægingunni

Að tefja fyrir fullnægingu þýðir að koma sjálfum sér á barmi fullnægingar, aðeins til þess að hætta við og seinka henni. Best er að prófa þessa aðferð með sjálfum sér fyrst til að ná tökum á tækninni.

Æfðu þig fyrst á sjálfum þér að ná að fullnægingu, hætta og byrja svo aftur. Svo getur þú leyft maka þínum að gera slíkt hið sama. Niðurstaðan er kraftmikil fullnæging.

Women's Health

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál