Hafa ekki stundað kynlíf eftir djarfar yfirlýsingar konunnar

Pexels/Alex Green

Maður á besta aldri hefur áhyggjur af því að hann og konan hans muni aldrei stunda kynlíf aftur. Leitar hann ráða hjá sérfræðingi.

Við hjónin höfum verið saman í tuttugu ár. Fyrstu árin stunduðum við kynlíf reglulega en í einu rifrildi okkar tilkynnti hún mér að kynlífið með fyrrverandi eiginmanni hennar hafi verið mun betra en okkar. Síðan þá höfum við ekki stundað kynlíf

Ég býst við því að það sé vegna þess að ég trúi því ómeðvitað að ef við stundum kynlíf muni ég keppast við það að vera betri en fyrrverandi maðurinn hennar. Ég hef reynt að ræða þetta við hana en hún þverneitar að taka þátt í því samtali. Hún hefur líka flutt sig í sitt eigið svefnherbergi vegna þess að ég hrýt svo hátt.

Er einhver leið til baka, eða jafnvel áfram?

Svar sérfræðingsins:

Fullyrðing eins og þessi, sem sett er fram í reiði til þess eins að særa eða niðurlægja, er sjaldnast mjög nærri sannleikanum. Reyndu að taka þessu ekki þannig. Það sem skiptir mestu máli er að konan þín hefur ýtt þér í burtu og dregið sig til baka. Auk þess snýst þetta í raun ekki um hroturnar þínar.

Sem par bíður ykkar mikil vinna til að koma sambandinu í lag. Ég myndi byrja á því að leita mér hjálpar hvað varðar sjálfsálitið og læra hvernig best er að opna á þetta mikilvæga samtal. Líklega hafið þið gott og gagn af pararáðgjöf. 

Mörg pör lenda í öngstræti í sambandi sínu, hörfa síðan og upplifa eymd upp frá því. Ekki láta það koma fyrir ykkur. Minntu konuna þína á það að þið höfðuð einu sinni mjög gaman af því að vera með hvort öðru. Biddu hana um að taka þátt í því með þér að gera sambandið gott á ný.

The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál