Maðurinn vill ekki að aðrir viti af skilnaðinum

Pexels/Cottonbro Studio

Hjón hafa ákveðið að skilja en maðurinn hefur ekki efni á að flytja út og vill ekki að neinn viti af skilnaðinum. Konan hefur áhyggjur af því að með því að búa áfram saman þurfi dóttir þeirra að lifa í lygi.

Konan veit ekki hvað hún getur gert í þessari stöðu og leitar því ráða hjá sérfræðingi.

Við hjónin berum ekki rómantískar tilfinningar til hvors annars lengur og höfum samþykkt að skilja. Maðurinn minn er hins vegar á mun lægri launum en ég og hefur ekki efni á því að flytja út og búa einn. Við höfum því samþykkt að búa saman sem fjölskylda með sjö ára dóttur okkar í bili. Ég hef áhyggjur af því að aðstæður séu henni ruglingslegar og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á hana. Það væri betra ef við gætum útskýrt stöðuna fyrir henni, en maðurinn minn vill ekki segja fjölskyldu sinni og vinum að við séum í raun ekki lengur saman. 

Ég vil að skilnaður okkar verið formlegri. Maðurinn minn á þó við geðræn vandamál að stríða og hef ég áhyggjur af afleiðingunum ef ég þrýsti á hann að vera hreinskilinn við fjölskylduna sína og vini. Mér finnst ég neyða bæði mig og dóttur mína til að lifa í lygi. Ég get ekki haldið lífi mínu áfram vegna þess að ég neyðist til þess að láta eins og allt sé í stakasta lagi.

Hvað ætti ég að gera? Halda áfram að þykjast, þar sem áhættan varðandi geðheilsu mannsins míns er of mikil, eða taka skýra afstöðu og þrýsta á almennilegan skilnað?

Svar sérfræðingsins:

Því miður er erfitt fyrir hjón sem standa í skilnaði að búa áfram saman undir sama þaki og láta það ganga upp. Ekki nema það finnist önnur álma í húsinu þar sem annar aðilinn geti haldið sig. Mörkin sem fólk setur sér geta afmyndast. Rifrildi brjótast út, til dæmis hver eigi að gera hvað á heimilinu, um stefnumót og nýja maka og peninga. Jafnvel þótt allt sé á vinalegu nótunum ykkar á milli kemst fólk í þessum aðstæðum yfirleitt á endanum að því að vilja ekki horfa á fyrrverandi makann á hverjum degi.

Hjónabandsráðgjöf getur hjálpað í þessum aðstæðum. Einnig fer það eftir viðhorfi fjölskyldunnar og vina hvernig fólk tekst á við þessar aðstæður. Þetta leiðir okkur að þrá eiginmanns þíns um leynd.

Á yfirborðinu virðist sem svo að hann sé í afneitun. Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort hér gæti verið um trúarleg eða menningarleg sjónarmið að ræða. Er kannski einhver önnur ástæða fyrir því að hann óttist vanþóknun fjölskyldunnar sinnar? Hver sem ástæðan er þá þarft þú að ræða þetta við hann. Útskýrðu fyrir honum að þessi leynd geti verið barninu ykkar skaðleg. Mikilvægt er að þið talið við dóttur ykkar saman og útskýrið fyrir henni hvað eigi sér stað. Þú skalt forðast þá stöðu að gera hana að trúnaðarvini þínum. Börn þurfa að geta elskað foreldra sína jafnt. Vertu meðvituð um þroskastig hennar og hvað hentar hennar aldri þegar þið segið henni frá þessu.

Það er augljóst að þú býrð yfir mikilli umhyggju fyrst þú heldur að með því að lifa í lygi verndi geðheilsu eiginmanns þíns, en er það í rauninni rétt? Ef hann segði ástvinum sínum sannleikann gætu þeir eflaust boðið honum hagnýta og tilfinningalega aðstoð. Besta hjálpin sem þú getur veitt manninum þínum er að hvetja hann til að stækka stuðningskerfið sitt. Vertu opin og full samúðar og forðastu að gagnrýna geðheilbrigðisvandamál hans. Vertu skýr varðandi skuldbindingu þína hvað varðar jákvæða framtíð. Gerðu honum ljóst að stuðningur þinn sé til staðar en hann sé ekki óendanlegur. Bentu honum á geðheilbrigðisstofnanir eða heimilislækninn hans. 

Til að tryggja að hann fá stuðning á sama tíma og þú sinnir þínum eigin þörfum, hafðu í huga hversu mikið þetta tekur á þig sjálfa. Vertu viss um að forgangsraða þinni eigin heilsu. Þótt þér eigi eftir að líða illa skaltu muna eitt, þú ert ekki sú eina í þessum aðstæðum. Auk þess munu þær ekki vara að eilífu. Reyndu að veita sjálfri þér þá góðvild, umhyggju og stuðning sem þú þarft til að komast í gegnum hvern dag fyrir sig.

The Guardian

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál