Svona nýtur þú kynlífsins eftir þurrkatíð

Unsplash/Claudia Love

Ef það er langt síðan þú stundaðir kynlíf síðast getur tilhugsunin um að hoppa aftur í bólið með einhverjum hreinlega verið kvíðavaldandi. Það þarf þó ekki að vera ógnvekjandi að tengjast sinni eigin kynveru upp á nýtt.

Hvort sem þú og maki þinn hafið gengið í gegnum þurrkatíð eða þú sért að byrja nýtt samband, þá eru hér nokkrar leiðir til að undirbúa þig fyrir stóru stundina.

Kannaðu þinn eigin líkama

Ein besta leiðin til að minna þig á hvernig á að vera kynferðislegur er sjálfsfróun. Taktu þér smá tíma í rúminu, sturtunni eða baðkarinu til að kanna líkama þinn. Ef líkami þinn hefur breyst síðan þú stundaðir kynlíf síðast er þetta tækifæri til þess að forvitnast um nýjar leiðir fyrir til að upplifa ánægju.

Því betri tilfinningu sem þú hefur fyrir því hvað þér finnst best, því auðveldara verður fyrir þig að ná örvun og að hjálpa maka þínum að fullnægja þér.

Hættu að ofhugsa

Þegar þú hefur áhyggjur af því hvað maka þínum finnst um lærin á þér eða hvað þú eigir að borða í kvöldmatinn getur verið erfitt að bera kennsl á ánægjulegar tilfinningar. Íhugun getur hjálpað með þetta.

Tileinkaðu tíu mínútum á hverjum degi í íhugun og öndunaræfingar. Slíkt gæti orðið að mikilvægasta tólinu í verkfærakassa kynlífsins.

Komdu þér í gírinn

Það getur hjálpað að hugsa fyrir fram hvað það er sem lætur þér líða á kynþokkafullan hátt. Hugsaðu því út í hvað það er sem kveikir í þér. Viltu hafa ljósin slökkt eða kveikt? Viltu hafa tónlist í bakgrunninum eða alveg hljótt? Finnur þú fyrir meira sjálfsöryggi í kynþokkafullum nærfatnaði eða bara á bolnum?

Einnig er gott að tína til öll þau hjálpartæki sem þú værir til í að nota, svo þú þurfir ekki að leita að þeim þegar kemur að því að nota þau.

Einbeittu þér frekar að því að rannsaka en frammistöðunni sjálfri

Mörg sem finna fyrir kvíða yfir því að ná fullnægingu hafa löngun til þess að þjóta í átt að marklínunni. Gefðu þér í staðinn tíma til þess að hægja á og mun það hjálpa til við að halda þrýstingnum í lágmarki.

Talaðu við maka þinn fyrir fram til að gefa tóninn og ræða væntingar ykkar. Í stað þess að reyna að fara alla leið í fyrstu tilraun skuluð þið byrja á smá forleik, eins og nautnalegu nuddi eða gamla góða sleiknum. Leyfið þessu svo að byggjast upp. Ekki gleyma að það eru margar leiðir til þess að stunda kynlíf. Einbeitið ykkur frekar að því að kanna og leika við hvort annað, frekar en frammistöðunni og fullnægingunni. Það skilar betri árangri.

Prevention

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál