Gifta konu dreymir kynferðislega drauma um samstarfsfélaga sinn

Ljósynd/Unsplash/Cottonbro Studio

Kona hefur verið með maka sínum í sex ár en hefur nýlega fundið fyrir sterkum tilfinningum til samstarfsfélaga síns. Er hana farið að dreyma kynferðislega drauma um þann aðila og spyr sérfræðing hvað hún geti gert svo hún eyðileggi ekki hjónaband sitt.

Ég hef verið með maka mínum í sex ár og gift honum í þrjú ár. Nýlega myndaði ég vinskap við samstarfsfélaga minn sem er stuðningsríkur og indæll og er ég orðin nokkuð hrifin af honum. Hann er sjálfur í langtímasambandi en hann virðist daðra við mig á móti. Þetta hefur náð því marki að mig hefur dreymt nokkra kynlífsdrauma um hann. Hvað get ég gert til að forðast að gera mistök?

Svar sérfræðingsins:

Hjónaband kemur ekki í veg fyrir að þú getir laðast að öðrum einstaklingi en maka þínum, svo freistingarnar eru alltaf til staðar. Það getur verið skaðlaust að eiga sér fantasíur um annan en makann þinn og kemur í raun engum öðrum við. Þú ert þó væntanlega meðvituð um hugsanleg vandamál sem geta komið upp ef þú velur að bregðast við slíkum fantasíum. Erótíkin eykst venjulega þegar þrá eftir einhverjum er forboðin eða utan seilingar, þess vegna láta svo margir undan því.

Nálægðin er ekki vinur þinn. Ef þú vilt virkilega forðast að leyfa þessu að þróast frekar væri skynsamlegt að reyna að fjarlægja þig félagslega frá vinnufélaga þínum. Ekki freistast til þess að bregðast vel við daðri hans og ekki daðra sjálf við hann.

Þetta virðist án efa nokkuð óyfirstíganlegt vegna þess að fyrir utan kynferðislegan áhuga, þá grunar mig að þér líði betur með sjálfa þig. Svo það er þess virði að hugsa um hvað gæti vantað í samband þitt og hvernig það gæti hafa komið þér í þessa stöðu.

Að finna fyrir stuðningi og að það sé hlustað á þig getur nefnilega verið öflugur frygðarvaki.

Guardian

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál