Rakel María fann ástina í ræktinni

Róbert Barkarson og Rakel María Hjaltadóttir eru nýtt par.
Róbert Barkarson og Rakel María Hjaltadóttir eru nýtt par. Skjáskot/Instagram

Förðunarfræðingurinn og þjálfarinn, Rakel María Hjaltadóttir, er komin á fast. Sá heppni heitir Róbert Barkarson. 

„Hann var „sæti gæinn í ræktinni“ ... Hverjum hefði dottið í hug að hann yrði uppáhaldsmanneskjan mín. Manneskjan sem er alltaf til í allskonar bras og ævintýri með mér ... Eins og t.d. að baða sig í náttúrulaug með 27 túristum. Lífið sko,“ skrifaði Rakel María við mynd af parinu þar sem þau njóta sín í náttúrulaug. 

Rakel María og Róbert virðast bæði hafa mikla ástríðu fyrir hreyfingu, en síðastliðna helgi tóku þau þátt í Dyrfjallahlaupinu í Borgarfirði Eystri í sannkallaðri veðurblíðu. 

mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál