Er hægt að gera börnin sín arflaus?

Íslensk kona veltir því fyrir sér hvort hægt sé að …
Íslensk kona veltir því fyrir sér hvort hægt sé að gera börn arflaus. Unsplash/Alexander Grey

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu um það hvort sé hægt að gera börn arflaus. 

Hæ. 

Er möguleiki að ráðstafa eignum manns þannig að maki (eignmaður/-kona) fái allt að manni látnum? Að afkomendur verði þannig lagað gerðir arflausir?

Kveðja, 

HK

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.


Ákvæði erfðalaga um erfðarétt eru fortakslausar að mestu leyti. Almennt eiga hjón hvort sinn helming af eignum (kallast búshluti). Þannig er arfshlutur maka 1/3 af búshlutanum og arfshlutur barna 2/3. Vilji hjón auka við arfshluta hvors annars geta þau gert það með erfðaskrá um 1/3 eigna sinna, en ekki meira en það. Þá geta hjón búið svo um hnútana að hið langlífara sitji í óskiptu búi eftir andlát hins skammlífara en þá fellur niður erfðarétturinn á milli þeirra eftir andlát þess sem lengur lifir og allt gengur til afkomenda.

Kær kveðja, 

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál