Íslandsvinkona afhjúpar leyndarmálið að góðu kynlífi

Tónlistarkonan Dua Lipa afhjúpaði á dögunum leyndarmálið að góðu kynlífi.
Tónlistarkonan Dua Lipa afhjúpaði á dögunum leyndarmálið að góðu kynlífi. Samsett mynd

Tónlistarkonan Dua Lipa afhjúpaði á dögunum leyndarmálið að stórkostlegu kynlífi. Ástarlíf Lipa hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár, en tónlistarkonan vakti mikla athygli í sumar þegar hún frumsýndi nýju ástina á rauða dreglinum, ekki síst vegna þess að 14 ára aldursmunur er á parinu.

Lipa heldur úti vikulegum hlaðvarpsþáttum, en í nýlegum þættinum opnaði hún sig um rómantísk sambönd sín og ræddi meðal annars um kynlíf. Hún viðurkenndi í þættinum að hún teldi að pör yrðu að vera fullkomlega heiðarleg um hvað þau þurfa kynferðislega tl að samband virki.  

Samtalið sé lykillinn að góðu kynlífi

„Að tala ekki um kynlíf við manneskjuna sem þú stundar kynlíf með er undarlegt að mínu mati. Ég held að það sé mikilvægt að eiga samtal um kynlíf og gefa það að umræðuefni sem við getum talað frjálslega um, en þannig getum við sleppt sektarkenndinni og skömminni sem umlykur það,“ sagði Lipa.

Tónlistarkonan segir leyndarmálið að hamingjusömu sambandi sem endist vera að finna skemmtun hvort í öðru og finna leiðir til að halda áfram að vera forvitinn um maka sinn.

„Svo mikið af því sem ég les um sambönd þessa dagana snýst um „herbergisfélagastigið“ (e. roommate phase) þar sem þér líður eins og þið búið saman en eruð ekki lengur í rómantískum tengslum,“ sagði Lipa.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál