Líður best þegar hún stundar kynlíf

Demi Lovato.
Demi Lovato. AFP

Poppstjarnan Demi Lovato var gestur í einum vinsælasta hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum, LadyGang, á dögunum og ræddi hún opinskátt um líf sitt og hvað það væri sem léti henni líða vel.

„Ég finn fyrir mestu sjálfsöryggi þegar ég stunda kynlíf,“ sagði Lovato, sem hætti nýverið að nota kynhlutlausa persónufornafnið hán (e. they/them) og notar í dag persónufornafnið hún (e. she/her).

Lovato sagði að þar sem hún væri til staðar í kynlífinu, andlega og líkamlega, og í algerri alsælu þá væri hún áhyggjulaus og ekki að hugsa um það sem plagaði hana á öðrum tímum dagsins. 

Poppstjarnan er í sambandi með indie-tónlistarmanninum Jutes, en þau kynntust við gerð plötu Lovato, HOLY FVCK, árið 2022. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál