Leyfði eiginkonunni að halda fram hjá vegna aldurbilsins

Gordon og Mia Thornton.
Gordon og Mia Thornton. Skjáskot/Instagram

Gordon Thornton, fyrrverandi eiginmaður Real Housewives of Potomac-stjörnunnar Miu Thornton, segist hafa gefið henni leyfi til að sofa hjá öðrum mönnum vegna aldurs hans. Gordon er 71 árs en Mia 38 ára og er aldursbilið á milli þeirra því 33 ár.

Í viðtali við TMZ segist Gordon hafa leyft þáverandi eiginkonu sinni að sofa hjá öðrum mönnum til að „fullnægja“ þörfum sínum og hvatt hana til að finna það sem hún þyrfti annars staðar. „Ég vissi að það myndi koma sá tími þar sem ég gæti líklega ekki fullnægt öllum hennar þörfum,“ útskýrði hann.

„Samt valdi hún að laumast“

„Það sem pirrar mig hins vegar við þetta allt saman er að ég gaf henni leyfi, en samt valdi hún að laumast, ljúga og breyta stöðugt frásögn sinni um hvað hefði gerst og hvers vegna hún er að yfirgefa mig,“ bætti hann við.

Í lok september greindu fjölmiðlar frá því að Mia hefði ákveðið að skilja við Gordon eftir 11 ára hjónaband. Þau gengu í það heilaga í mars 2012 og eiga saman tvö börn, átta ára son og sex ára dóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál