Á að fyrirgefa framhjáhald?

Á að fyrirgefa manni sem hélt fram hjá?
Á að fyrirgefa manni sem hélt fram hjá? mbl.is/Thinkstockphpotos

Hjónabandið er ekki endilega búið þó annar aðilinn hafi verið uppvís um framhjáhald. Það vill svo til að það er hægt að fyrirgefa framhjáhald. Kynlífsráðgjafinn Tracey Cox telur upp nokkrar góðar ástæður þess að fyrirgefa framhjáhald á vef Daily Mail

Ástin getur enn verið til staðar

Framhjáhald þýðir ekki alltaf að makinn er ósáttur og tekur þess vegna yfirvegaða ákvörðun um framhjáhald. Hamingjusamt fólk heldur líka fram hjá. Stundum eru áfengi eða fíkniefni ástæða framhjáhalda. 

Er ekki bara einum að kenna

Það þarf tvo til til þess að vera í hamingjusömu sambandi. Stundum heldur fólk fram hjá þegar það finnur ekki fyrir ást í sambandinu. 

Kannski batnar sambandið

Hjónabandið versnar ekki endilega eftir framhjáhald. Sambandið verður auðvitað ekki eins en kannski styrkir áfallið sambandið. Talað er um tvenns konar framhjáhöld, annars vegar þau sem verða til þess að samböndum ljúki og hins vegar þau sem verða til þess að fólk ákveður að styrkja sambandið. Taka skal fram að ekki er ráðlagt að halda fram hjá manneskju til þess að laga samband. 

Það getur verið gott að fyrirgefa framhjáhald.
Það getur verið gott að fyrirgefa framhjáhald. mbl.is/Thinkstockphotos

Að fyrirgefa getur hjálpað

Um 15 til 20 prósent para ganga í gegnum framhjáhald en af þeim halda 60 til 75 prósent áfram að vera saman. Fólk sem getur fyrirgefið upplifir minni kvíða, minna stress og minni depurð. Það fer samt eftir sökudólginum hvort hægt sé að fyrirgefa, hversu alvarlegt var framhjáhaldið og sýnir aðilinn eftirsjá svo eitthvað sé nefnt. 

Fyrirgefning er ekki sama og samþykki 

Að fyrirgefa maka framhjáhald er ekki það sama og að samþykkja framhjáhald. Ef þetta er sjötta framhjáhald makans ertu að samþykkja hegðunina en þú gerir það ekki ef þetta er einangrað tilvik. 

Þú kemur auga á merkin

Ef framhjáhaldið kom virkilega á óvart og þið voruð hamingjusöm er kannski í lagi að reyna fyrirgefa. Ef makinn heldur fram hjá aftur er svikni aðilinn líklegri til sjá það í annað sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál