Vil ég raunverulega skilja eða er þetta breytingaskeiðið?

Stundum er gott að kanna allar hliðar máls áður en …
Stundum er gott að kanna allar hliðar máls áður en ákvörðun er tekin um skilnað. Ljósmynd/Getty images

Samkvæmt rannsókn frá árinu 2022 kemur í ljós að um 73% kvenna kenndu breytingaskeiðinu um skilnaðinn sinn.

Kvensjúkdómalæknirinn Mary Claire Haver segir ástæðuna margþætta.

„Það gæti verið að breytingaskeiðið gefi konum skýra sýn og þeim verði ljóst að það sé í lagi fyrir þær að yfirgefa samband sem er ekki að þjóna þeim lengur. Þær þurfi að einbeita sér að eigin lífi. Stundum eiga sér þó stað andlegar áskoranir sem ekki er verið að takast á við. Á breytingaskeiðinu geta konur upplifað þunglyndi og kvíða og það getur sett mikið álag á hjónabandið. Þá geta konur á breytingaskeiðinu verið mjög erfiðar í skapinu og upplifað mikla reiði sem bitnar á þeirra nánustu. Konur sífellt að öskra á ástvini og geta bara ekki hætt. Loks upplifa konur mikla minnkun á kynhvöt,“ segir Haver í viðtali við Oprah Daily.

„Þó flestir vilji helst ekki sjúkdómsvæða breytingaskeiðið þá þurfum við samt að horfa á staðreyndir og hlusta á konur. Þessar hormónabreytingar sem eiga sér stað hafa áhrif á heilann, geðslag, svefn og hugsun. Og allt þetta hefur áhrif á sjálfsmyndina. Áskoranirnar eru bæði andlegar og líkamlegar og þá getur verið erfitt að tengjast makanum.“

Haver mælir með að fólk forðist að taka afdrifaríkar ákvarðanir þegar einkenni breytingaskeiðsins eru í fullum gangi.

„Það þarf fyrst að koma hormónunum í jafnvægi til að verða maður sjálfur aftur. Þá er hægt að taka stórar ákvarðanir um líf sitt. Ef virkni manns er ekki 100% þá er betra að bíða og sjá. Kannski er skilnaður rétta skrefið en maður þarf samt fyrst að vera í góðu jafnvægi. Fá góðan nætursvefn og minnka streitu.“

Reynslusögur kvenna:

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég varð andstyggileg. Ég horfði á sjálfa mig koma af hjörunum og það bitnaði á eiginmanni mínum til 15 ára og 9 ára dóttur minni. Fyrir tilviljun heyrði ég fjallað um breytingaskeiðið í útvarpinu og það rann upp fyrir mér ljós. Það var mikill léttir. Ég fór á hormóna og varð öll betri. Maðurinn minn mun samt kannski aldrei jafna sig að fullu!,“ segir Nicola.

„Ég var um fertugt þegar breytingaskeiðið byrjaði og lækninum fannst ég ekki þurfa á hormónameðferð að halda. Ég missti alla kynhvöt og var pirruð næstu sex árin. Loks fann ég lækni sem hlustaði á mig en þá var það um seinan. Ég og maðurinn minn vorum líkt og sambýlisfélagar og ég gat ekki stundað kynlíf því það var of sársaukafullt. Innan tveggja ára var hann farinn frá mér. Það var engin nánd í sambandinu,“ segir Vicki.

„Ég var 37 ára þegar ég byrjaði að upplifa einkenni á borð við þunglyndi, kvíða og minni kynhvöt. Þá var ég mjög pirruð út í líf mitt og eiginmann. Þetta leiddi til framhjáhalds og allt líf okkar leystist upp. Við vorum næstum skilin en eftir meðferðir, ráðgjöf og önnur úrræði er hjónabandið komið aftur í gang og í raun betra en áður,“ segir Lauren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda