Miðaldra kona er skráð fyrir 50% hlut í húsi og leitar ráða

Helga Vala Helgadóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Helga Vala Helgadóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. mbl.is/Eyþór Árnason

Helga Vala Helgadóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smarlands. Hér fær hún spurningu 

Hæ hæ! 

Er í skráðri sambúð og átti íbúð sem ég seldi og notaði peninginn upp í kaup á húsi sem við keyptum sameiginlega. Hvernig er best að tryggja það að sá peningur sem ég setti upp í kaupin verði sérmerkt mér? Þetta var sett sem athugasemd inn í kaupsamninginn á húsinu sem við keyptum saman, er það nóg? Við erum skráð með sitthvor 50 % vegna húsnæðislánanna.

Kveðja,

ein miðaldra

Sæl vertu

Samkvæmt því sem lesa má í spurningu þinni þá eruð þið í skráðri sambúð en ekki hjúskap. Um sambúð gilda ekki sömu reglur og í hjúskap hvað varðar eignir og því skiptir máli hvernig eignarhlutur ykkar er skráður. Þeir fjármunir sem þú settir inn í eignina umfram meðeiganda ættu þannig að ráða skráðum eignarhluta þínum í viðkomandi eign. Þú segir jafnframt í spurningu þinni að þið séuð skráð að jöfnu fyrir skuldunum, og því mikilvægt að hafa í huga að hafið þið ekki lagt til sambærilega fjárhæð við kaupin þá væri rétt að taka tillit til þess við skráningu á eignarhluta þínum í fasteigninni.

Gangi ykkur vel

Helga Vala Helgadóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Helgu Völu og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál