Einhleypir og eftirsóttir akkúrat núna

Flottir!
Flottir! Samsett mynd

Ef vel er að gáð er þó nokkuð um ein­hleyp­a, flotta, klára og frá­bær­a karl­menn á Íslandi. Smart­land tók sam­an lista yfir þá eft­ir­sótt­ustu þessa stund­ina. 

Friðrik Róbertsson

Friðrik Róbertsson, best þekktur undir listamannsnafninu Flóni, er einn af okkar allra hæfileikaríkustu rappörum. Hann er nýlega einhleypur og án efa eftirsóttur. 

Tónlistarmaðurinn Flóni er til í allt.
Tónlistarmaðurinn Flóni er til í allt. Ljósmynd/Ingvarsson Studios

Anton Sveinn McKee

Sundmaður­inn Ant­on Sveinn McKee keppti á sín­um fjórðu Ólympíuleik­um í sumar og vakti mikla athygli, enda afbragðgóður íþróttamaður og ansi huggulegur. Hann stóð sig með mikilli prýði og endaði í 15. sæti.

Anton Sveinn hefur nú lagt sundgleraugun á hilluna og ætlar að einbeita sér að málefnum Miðflokksins, en hann var kosinn formaður Freyfaxa á dögunum.

Anton Sveinn McKee er metnaðarfullur og drífandi.
Anton Sveinn McKee er metnaðarfullur og drífandi. Kristinn Magnússon

Blær Hinriksson

Leikarinn Blær Hinriksson sló í gegn í hlutverki sínu í íslensku kvikmyndinni Hjartasteini árið 2016. Hann hlaut Edduverðlaun fyrir frammistöðu sína og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér á stóra skjánum. Blær hefur einnig tekið að sér módelstörf enda forkunnarfagur ungur maður. 

Blær Hinriksson er hávaxinn og glæsilegur.
Blær Hinriksson er hávaxinn og glæsilegur. Skjáskot/Instagram

Jóhann Birgisson

Jóhann er lögreglumaður og því oft kallaður Jói lögga. Hann er hvers manns hugljúfi og afburðagreindur. Hann elskar að ferðast og alltaf til í eitthvað skemmtilegt.

Jóhann Birgisson er algjör töffari.
Jóhann Birgisson er algjör töffari. Skjáskot/Facebook

Ásgeir Theodór Jóhannesson

Ásgeir er heimspekingur og lögfræðingur sem kann að halda uppi samræðum um allt milli himins og jarðar. 

Ásgeir Theodór Jóhannesson er með heillandi bros.
Ásgeir Theodór Jóhannesson er með heillandi bros. Skjáskot/Facebook

Jón Heiðar Gunnarsson 

Jón Heiðar Gunnarsson markaðsstjóri hjá Forlaginu er á lausu. Hann er menntaður í blaðamennsku og heimspeki og starfaði áður hjá Sahara og Morgunblaðinu. Jón Heiðar er eldklár, vænn og vandaður.

Jón Heiðar er með flottan og fágaðan stíl.
Jón Heiðar er með flottan og fágaðan stíl.

Guðlaugur Frímannsson

Guðlaugur er athafnamaður og kokkur sem er mikill kostur því hann kann að elda góðan mat. Hann hefur mikinn áhuga á ferðalögum, laxveiði og golfi og því mikill ævintýramaður.

Hann kann að veiða!
Hann kann að veiða! Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda