„Ég hef verið í bata frá vímuefnavanda í þrettán ár en það koma ennþá hugmyndir á erfiðum tímum“

Berglind Ýr Baldvinsdóttir er gestur Tinnu Barkardóttur sem heldur úti …
Berglind Ýr Baldvinsdóttir er gestur Tinnu Barkardóttur sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman.

Berglind Ýr Baldvinsdóttir er móðir 11 ára drengs og hefur þurft að berjast við kerfið vegna veikinda hans. Og að fá „rétta“ greiningu fyrir barnið. Hún er gestur Tinnu Barkardóttur sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Sterk saman.

Fyrir um ári síðan fékk Berglind þær upplýsingar að frá kerfinu að það væri sterkur grunur um að sonur hennar væri á einhverfurófi. Hún var ósátt því hún sagði að greiningin væri það óljós að hann fengi enga aukaþjónustu. 

„Ég gekk á milli lækna, sálfræðinga, stofnana og neitaði að gefast upp þar til Geðheilsuteymi barna tók málið hans og hann er í dag greindur með ódæmigerða einhverfu,“ segir Berglind. 

Berglind segir frá baráttunni og þeirri bugun sem fylgir því að eiga veikt barn. Hún óttast unglingsárin og er hrædd um að gera mistök í uppeldinu. 

„Ég hef verið í bata frá vímuefnavanda í þrettán ár en það koma ennþá hugmyndir á erfiðum tímum. Mér var sagt upp í áfallameðferð LSH útaf álagi á heimilinu og það er ekkert sem grípur mann. Ég er heppin með fólkið mitt, þá sem ég hef en kerfið er ekki tilbúið að koma til móts við börn með fjölþættan vanda og foreldra sem eru búnir á því,“ segir Berglind. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda