Er ráðlagt að fara með fyrrverandi í frí með börnin?

Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands.
Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá fráskilinni konu sem veltir fyrir sér hvort það sé gáfulegt að öll fjölskyldan fari saman í frí eftir skilnað. 

Sæll Theodor. 

Fyrrverandi maður minn vill enn vera að skipuleggja ferðalög saman sem fjölskylda (erum reyndar nýskilin með tvö börn). Ég er ekki alveg að nenna því en ætti ég að gera það fyrir börnin? Hvað er best að gera í svona tilfellum? Er fólk að fara einhverjar leiðir í þessum efnum?

Kveðja, 

LM 

Sæl og blessuð Linda og takk fyrir þessa spurningu.

Það er reyndar ekki til eitt svar fyrir alla í þessu málefni, það getur ráðist af ýmsum utanað komandi þáttum eins og hvað varð til skilnaðarins og hvernig er samskiptum háttað á milli þín og barnsföður síns. Það er samt oftar en ekki þörf á að fólk fái tækifæri til að fara í sitthvora áttina eftir skilnað og búa til sitt eigið líf á eigin forsendum.

Í flestum tilfellum er góð og gild ástæða fyrir skilnaði og oftast parar fólk sig aftur og þá getur verið flókið að tengsl við fyrri maka séu of mikil. Að þessu sögðu er að sjálfsögðu afar mikilvægt að foreldrar séu í sem allra besta samstarfi með börnin sín. Ég vona að þetta hjálpi.

K.kv

Theodor

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Theodor spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda