Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem veltir fyrir sér hvernig eigi að umgangast 40 ára gamla móður sem er alkahólisti.
Sæl Tinna.
Hvernig á að umgangast 40 ára móðir sem er alkóhólisti en neitar að viðurkenna það og hafnar meðferð.
Kveðja,
eiginmaður
Sæll eiginmaður
Takk fyrir þessa spurningu. Það getur verið afar snúið að umgangast einstakling sem á við áfengisvanda að stríða en neitar að horfast í augu við það og viðurkenna vandann.
Það er bæði krefjandi fyrir alla og hefur veruleg áhrif á þá sem standa einstaklingnum næst. Ég gæti ráðlagt þér að reyna að sá fræjum í rétta átt, s.s. reyna hægt og rólega að opna augun hjá móðurinni í þeirri von að hún komi augu á vanda sinn. Það þýðir lítið að æsa sig og ræða þetta við hana í uppnámi. Reyndu að ræða þetta við hana á rólegum nótum, þegar þið eruð bæði í jafnvægi og hafið næði til. Byrja umræðuna á jákvæðum nótum eins og:
Þú getur leitað til SÁÁ en þar er þjónusta til staðar sem ætluð er aðstandendum fólks með fíknisjúkdóm, hvort sem einstaklingurinn hefur farið í meðferð eða ekki. Viðtalsþjónusta er þar í boði alla virka daga og hana geta allir aðstandendur nýtt sér, bæði þeir sem vita að einhver þeim nákominn eigi við áfengisvanda að stríða og hinir sem eru í vafa og vilja fá upplýsingar og greiningu. Hægt er að panta tíma í síma 530-7600.
Gangi þér sem allra best, með von um skref í rétta átt hjá móðurinni.
Kveðja,
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu Rut spurningu HÉR.