„Ég var mikið í strokum og Gummi lögga leitaði mikið að mér“

Aþena Sól Magnúsdóttir segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Sterk saman.
Aþena Sól Magnúsdóttir segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Sterk saman. Ljósmynd/Tinnar Barkardóttir

Aþena Sól Magnúsdóttir er 23 ára lögfræðinemi er getur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman. Hún byrjaði í harði neyslu vímuefna þegar hún var unglingur og var beitt miklu ofbeldi sem tengdist neyslunni.  

Tólf ára gömul var Aþena Sól farin að þróa með sér átröskun, þrettán ára var hún komin með mikla þráhyggju og farin að sýna mikla áhættuhegðun.

„Ég var tólf, þrettán ára farin að reykja gras og hanga með eldri strákum. Það fór allt hratt niður á við,“ segir hún.

Var eftirlýst í fréttum

Aþena Sól hætti að mæta í skólann í áttunda bekk því hún sá ekki lengur tilgang með því og var komin í mikla neyslu.

„Ég var mikið í strokum og Gummi lögga leitaði mikið að mér. Ég var ekki hrædd við neitt og var bara fjórtán ára þegar strákar og menn voru farnir að misnota mig og nauðga mér,“ segir Aþena Sól. 

Á þeim tíma var hún komin í harða neyslu. Hún var farin að nota vímuefni í æð. Stuðlar og þau úrræði sem hún var send í höfðu ekki lausnir fyrir þessa miklu fíkn sem hún var í.

Hélt að misnotkunin hefði ekki áhrif

Aþena Sól rifjar upp nokkur atvik þar sem eldri strákar og menn nýttu sér bæði aldur og yfirburði til þess að brjóta á henni.

„Ég sagði alltaf bara að þetta væri ekkert mál og hefði engin áhrif á mig, svona væri þetta bara,“ segir hún. 

Hún á tvö ofbeldissambönd að baki. Annað, það fyrra var aðallega andlegt ofbeldi.

Lenti í ofbeldissambandi

Seinna sambandið var hrottalegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi auk þess að vera mikið andlegt ofbeldi.

„Ég reyndi einu sinni að kæra hann eftir eitt af þessum stóru atvikum en mamma hans hringdi í mig og sagði að hann vildi heyra í mér úr fangelsinu til að biðja mig afsökunar. Ég féll fyrir því. Hann hótaði mér og fjölskyldunni minni svo ég dró kæruna til baka,“ segir hún. 

Aþena Sól segir frá hrottalegu ofbeldi, barsmíðum úti á götu þar sem maður varð vitni en gerði ekkert. Frelsissviptingu og pyntingum þar sem hann sagði: „Ég elska að sjá þig þjást.“

Eftir að hún hætti neyslu og varð edrú hélt hún að það væri nóg en vissi ekki að hún þyrfti að vinna úr öllum þessum áföllum, sem kom í bakið á henni. Í dag hefur hún unnið mikla sjálfsvinnu og er á góðum stað.

Hægt er að hlusta á þáttinná hlaðvarspvef mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda