Sprenging í hjónaskilnuðum í janúar

Klíníski sálfræðingurinn Ziba Graham Jr. mælir með að pör kynni …
Klíníski sálfræðingurinn Ziba Graham Jr. mælir með að pör kynni sér heilræði í nýjustu bók hans: Fix Your Marriage Without Counseling. Afif Ramdhasuma/Unsplash

Fleiri pör sækja um skilnað í janúar en á nokkrum öðrum tíma ársins. Ziba Graham Jr., klínískur sálfræðingur, segir fyrsta mánuð ársins einnig kjörinn til að gera jákvæðar breytingar á hjónabandinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Peyton Ferguson
Ascot Media Group.

Graham er höfundur bókarinnar Fix Your Marriage Without Counseling sem er sögð geta aðstoðað pör við að halda í heitin og styrkja sambandið á nýju ári. 

Þau pör sem hafa þegar komist í gegnum hátíðartímabilið í desember og fram yfir nýja árið geta prísað sig sæl því samkvæmt Doyle Law Group fer hæsta hlutfall skilnaðarumsókna fram dagana 12.-16. janúar ár hvert.

Á hverju ári fjölgar slíkum umsóknum um þriðjung.

Hafi atómbombu ekki verið varpað fyrir miðjan janúar geta pör notað tímann í byrjun árs til að hefja vinnu við að halda í þráðinn sem hefur verið óslitinn – mögulega farinn að verða snjáður – frá giftingu, að sögn Grahams. 

Í áðurnefndri bók Grahams er að finna sannreyndar aðferðir við að halda í neistann og hvernig styrkja eigi sambandið, hvort sem það þurfi smávægilegar lagfæringar eða meiriháttar yfirhalningu.

Markmið bókarinnar segir Graham vera að fækka hjónaskilnuðum sem geti oft á tíðum splundrað heilu fjölskyldunum. Hann a.m.k. ráðleggur pörum að nýta heilræðin sem bókin hefur að geyma áður en ráðist er í fjárfestingu í hjónabandsráðgjöf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda