10 merki þess að þú þurfir að bæta þig í rúminu

Kynlíf er gott ef báðir tala saman.
Kynlíf er gott ef báðir tala saman. mbl.is/Colurbox

Það er að mörgu að huga ef maður vill vera góð/ur í rúminu. Vefritið marriage.com tók saman helstu merki þess um að þú þurfir að bæta þig í bólfiminni.

1. Þú hefur aldrei spurt bólfélagann hvað honum líkar í rúminu

Ef þið stundið alltaf kynlíf á þann hátt sem þú vilt og leiðir ekki hugann að þörfum hins aðilans, þá er líklegt að þú sért léleg/ur í rúminu. Reyndu að rifja upp hvort þú hafir nokkurn tímann spurt hinn hvað honum líkar í rúminu. Ef aldrei, þá veistu svarið.

2. Talið ekki saman eftir á

Þið stundið eldheitt kynlíf og svo bara búið. Hinn reynir að tala við þig en þú nennir því ekki. Það að tala saman eftir kynlíf er mjög mikilvægt fyrir samband og góð vísbending um gæði bólfara.

3. Enginn forleikur

Ef þér finnst forleikur asnalegur og vilt bara fara beint í góða stöffið þá er það til marks um reynsluleysi. Forleikur er frábær leið til þess að hita sig upp og koma hinum aðilanum í rétta gírinn. Það getur slokknað á neistanum ef ekki sé hugað að forleiknum.

4. Að komast fram úr fyrsta stefnumóti

Það er mikilvægt að byggja traust og opin samskipti til þess að tengjast á dýpri hátt. Ef það er ekkert vandamál að sofa hjá einu sinni en enginn vill svo gera það aftur með manni þá er það kannski til marks um að viðkomandi sé að leita að betri bólfélaga.

5. Tilfinningaleg nánd

Sambandið við bólfélagann utan svefnherbergis hefur bein áhrif á samskiptin í rúminu. Ef tilfinningaleg nánd er ekki til staðar þá hefur það áhrif á kynlífið. Rannsóknir sýna að ef engin er nándin þá finnur bólfélaginn ekki til öryggis sem er nauðsynlegt fyrir gott kynlíf.

6. Hugsar bara um þig

Kynlíf snýst um báða aðilana og báðir eiga að fá sitt út úr kynlífinu. Ef þú ert bara með þinn hag í huga þá ertu ekki góð/ur í rúminu.

7. Ef þú ert alltaf að afsaka þig

Maður á bara að biðjast afsökunar ef maður fer yfir mörk. En ekki í hvert sinn sem maður skiptir um stellingu eða ert of passasamur. Það getur verið fráhrindandi og skemmt stemminguna.

8. Þú ert of ýtinn

Það að hafa mikinn áhuga á kynlífi með bólfélaga sínum getur snúist gegn manni ef maður er of ýtinn og virkað fráhrindandi. Ekkert er meira óaðlaðandi en að vera alltaf að suða um kynlíf.

9. Þú ert of passívur

Allir þurfa að vera með í leiknum. Þetta er samvinna. Ef þú ert of passívur þá er gott að ræða saman um hvernig er hægt að finna betra jafnvægi.

10. Kynlífið er of úthugsað

Þér finnst gott að vita hvað gerist næst. Þú reynir að skipuleggja þetta þannig að allir fylgi áætlun. Þetta virkar kannski fyrst um sinn en verður svo þreytt. Að halda sig alltaf við sömu rútínuna getur fengið hinn til þess að missa fljótt áhugann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda