„Þú getur verið í húrrandi bata en ennþá að nota vímuefnið þitt“

Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og eigandi Heilshugar, segir skaðaminnkandi hugmyndafræði vera lýðheilsusjónarmið sem ekki einskorðist við einstaklinga með fíknivanda.

„Þessar skaðaminnkandi áherslur sem við vinnum með hjá Heilshugar koma mestmegnis út frá því að vinna með fólk með fíknivanda en mín sérgrein er áföll og áfallaúrvinnsla hvort sem fólk er með fíknivanda eða ekki,“ segir Lilja.

Til að mynda nefnir hún að notkun öryggisbeltis í bíl eða sundkútar fyrir ósynd börn séu dæmi um hluti sem fyrirfinnast í hversdagsleikanum og eru til þess fallnir að lágmarka skaða sem getur hlotist af hættu. Í grunninn sé skaðaminnkandi nálgun sú að mæta hverjum og einum á þeim stað sem þeir eru hverju sinni.

„Það er töluverð fylgni á milli þess að vera að nota efni og eiga áfallasögu en í grunninn er skaðaminnkun bara að mæta fólki þar sem það er satt og ekki ákveða fyrir það hvað er best fyrir það,“ lýsir hún.

Enginn samnefnari á milli edrúmennsku og bata

Heilshugar gerir ekki þá kröfu til einstaklinga sem þangað leita sér aðstoðar um að vera edrú. Samkvæmt Lilju hafa fræðin sýnt fram á að mannúðleg nálgun sé áhrifaríkust og því sé mikilvægt að mæta fólki þar sem það er statt svo árangur náist. Hvert skref upp á við hefur teljandi og gildandi áhrif á aðstæður hvers og eins og getur haft áhrif bæði líkamlega og tilfinningalega.

„Það gætir ákveðins misskilnings að það að vera í bata og það að vera edrú sé sami hluturinn. Þetta er ekki sami hluturinn. Þú getur verið edrú en samt ofboðslega veik manneskja ennþá og kemst í gegnum allt á hnefanum,“ segir Lilja og heldur áfram:

„Svo geturðu líka verið í húrrandi bata en ennþá að nota vímuefnið þitt. Jafnvel í minna mæli, hefur meiri stjórn á því eða þá að við erum að horfa á aðrar breytur heldur en vímuefnanotkunina. Það er líka bati að geta haldið vinnu, átt betra samband við fólkið sitt, geta sinnt áhugamálum sínum eða fundið tilfinningar sínar,“ útskýrir hún minnir á að aðstæður, upplifanir og tilfinningar fólks eru jafn ólíkar og þær eru margar og vandinn jafnmargvíslegur, hvort sem fólk neyti vímuefni eða ekki.      

„Flest af því fólki sem við erum að sjá með vímuefnavanda á Íslandi er að nota lögleg lyfseðilsskyld lyf. Þannig að það hvort að vímuefni sé löglegt eða ekki hefur rosalega lítið vægi þegar kemur að vanda fólks.“ 

Smelltu á spilarann hér að neðan til að horfa eða hlusta á Dagmál í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda