Fengu sér eins húðflúr í tilefni af fyrsta brúðkaupsafmælinu

Hjónin!
Hjónin! Skjáskot/Facebook

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, innsigluðu ást sína með eins húðflúrum í tilefni af eins árs brúðkaupsafmæli sínu.

Húðflúrið er rúnatákn, samsett úr upphafsstöfum þeirra, og staðsett á baugfingri.

Páll Óskar deildi skemmtilegu myndskeiði af þeim á húðflúrstofunni á Instagram-síðu sinni í gærdag.

„Eins árs brúðkaupsafmæli (27. mars) og við Antonio fengum okkur tattoo í tilefni dagsins. Ég hef aldrei fengið mér tattoo og emjaði eins og stunginn grín við barnsburð. Takk @brynjarbtattoo og takk Antonio fyrir að vera besti eiginmaður í heimi,“ skrifaði Páll Óskar við myndskeiðið.

Páll Óskar og Edgar Antonio gengu í hjónaband þann 27. mars í fyrra og greindu frá gleðitíðindunum á Facebook.

„Besti dagur lífs okkar, fullur af ást og skilyrðislausum kærleika.

Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og ákkurat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri.“

View this post on Instagram

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda