Hvernig á að stunda skyndikynni án vesens?

Fólk má leika sér.
Fólk má leika sér. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það getur verið hollt og gaman að eiga stundarkynni án skuldbindinga og væntinga um að þróist í eitthvað nánara samband. Ekki eru allir reiðubúnir í sambönd en vilja þó geta stundað kynlíf reglulega. 

Sérfræðingar mæla með því að fólk sé heiðarlegt í samskiptum og leggi til grundvallar ákveðnar reglur sem fara ætti eftir til þess að tryggja að málin flækist ekki og koma í veg fyrir einhver sitji eftir með sárt ennið.

Til þess að koma í veg fyrir að maður tengist óvart manneskjunni sem maður á stundarkynni með er hægt að hafa þessi atriði í huga:

  • Hættu að dreyma um hinn eina rétta
  • Vertu með á hreinu hvað þú vilt
  • Hugsaðu vel um þig og eigin markmiðum í lífinu
  • Ræktaðu vinina
  • Ekki fara „all in“ í hvert sinn sem einhver sýnir þér áhuga

Þetta skal leggja til grundvallar í samskiptum við bólfélaga eða í skyndikynnum sem eiga ekki að þróast í eitthvað meira:

  • Heiðarleiki um það sem þú vilt úr kynnunum
  • Ekki velja einhvern sem þú gætir fallið fyrir
  • Halda öllum samskiptum í lágmarki. Þetta á við sms og símtöl. Ef þið eruð hins vegar vinir sem stundið stundum kynlíf saman þá má tala við þá eins og aðra vini.
  • Ekki skoða samfélagsmiðla hvors annars.
  • Hittast aðeins einu sinni eða tvisvar í mánuði. Því oftar sem þið hittist því meiri líkur eru á að þið myndið tengsl.
  • Hittist bara að kvöldi til
  • Segðu að þú viljir hvorki greiða né gjafir
  • Ekki kúra eftir kynlíf
  • Ekki verja öllum deginum saman
  • Ekki gista
  • Farið í gegnum reglurnar þ.e. hversu oft á að hittast, hvernig samskiptum sé háttað, má gista, má sofa hjá öðrum?
  • Ekki deila of miklu um þig. Haltu þessu við svefnherbergið. Ekki senda þeim góða nótt eða góðan daginn sms.
  • Haltu væntingum í lágmarki. Það má t.d. ekki fara í fýlu ef hinn aðilinn svarar ekki strax eða er ekki til taks. Beindu þá sjónum að einhverjum öðrum.
  • Ekki kynna fyrir fjölskyldu eða vinum - augljóslega!
  • Vertu með fleiri í takinu en vertu heiðarleg/ur með það.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda