Hvað er „trauma bond“ og hvernig á að komast út úr því?

Tilfinningaleg tenging sem myndast í ofbeldissambandi kallast áfallatengsl.
Tilfinningaleg tenging sem myndast í ofbeldissambandi kallast áfallatengsl. Ali Pazani/Unsplash

Að hverfa frá ofbeldissambandi er oft ekki einfalt og felur ekki í sér ganga bara út um dyrnar. Því fylgja áhyggjur af að finna nýjan samastað, fjárhagsáhyggjur eða jafnvel að eiga á hættu að missa frá sér börnin eða hafa takmarkaðan umgengnisrétt við þau.

Tilfinningaleg tenging sem myndast í ofbeldissambandi kallast áfallatengsl (e. trauma bond) og er orsök endurtekinnar hringrásar ofbeldis, niðurlægingar og svo aftur jákvæðrar uppbyggingar.

Það er fólki eðlislægt að tengjast þeim sem sýnir því góðvild. Vandinn er að fjölmörg ofbeldissambönd byrja á að ofbelismaðurinn eys ástúð yfir fórnarlambið í sambandinu. Þessi tegund stjórnunar heldur oft lífi í sambandinu þrátt fyrir ofbeldið vegna þess að á „slæmum tímum“ hugsar fórnarlambið um „góðu tímana“.

Áfallatengsl myndast ekki einungis í ástarsamböndum en þau geta einnig orðið til á milli barns og ofbeldisfulls forráðamanns, gísls og mannræningja og innan sértrúarsöfnuða.

Hringrás ofbeldis, eitthvað sem ofbeldismenn eru „snillingar“ í.
Hringrás ofbeldis, eitthvað sem ofbeldismenn eru „snillingar“ í. Quino Al/Unsplash

Erfitt að skilja fórnarlambið

Tvö algeng ummerki um áfallatengsl er að finna í samskiptum einstaklinga, þ.e. hringrás ofbeldis og valdaójafnvægi.

Fólk sem hefur ekki upplifað ofbeldi á oft erfitt með að skilja hvers vegna fórnarlambið á svo erfitt með að stíga út úr ofbeldissambandinu, en áfallatengslin eru oft drifin áfram af líffræðilegum þáttum. 

Þegar einstaklingur upplifir ofbeldi eða óttast framtíðarofbeldi sendir heilinn boð til alls líkamans, með hormónunum adrenalíni og kortisóli, sem kveikja líkamlega spennu. Ef hugsanir um ofbeldið verða einstaklingnum ofviða velur hann að einbeita sér að því jákvæða og lokar úti hugsanir um það sem hann varð fyrir eða gæti mögulega orðið fyrir.

Eftir að ofbeldi hefur átt sér stað tekst gerandanum að kveikja dópamínframleiðslu fórnarlambsins með t.d. gjöfum eða líkamlegri nánd, en það síðarnefnda losar einng oxytósín – hormón sem ýtir undir vellíðan – út í líkamann. Allt þetta gerir það að verkum að fórnarlambið verður tregara til að fara úr aðstæðunum.

Það þarf að slíta keðjuna til að koma sér úr …
Það þarf að slíta keðjuna til að koma sér úr ofbeldissambandi. Edge2Edge Media/Unsplash

Mikilvægt að fá aðstoð

Oft getur ákveðið mynstur lífsreynslu, t.d. ofbeldi í æsku, orðið til þess að einstaklingurinn fari inn í ofbeldissamband á fullorðinsárum og erftitt getur reynst að brjóta mynstrið.

Þrjú atriði geta hjálpað einstaklingnum að átta sig á aðstæðum; halda dagbók, reyna að setja hugann utan við aðstæður, tala við sína nánustu.

Mikilvægt er að fórnarlambið kenni ekki sjálfu sér um þær aðstæður sem það er í og þegar ákvörðun er tekin um að slíta sambandinu er nauðsynlegt að klippa á allar leiðir mögulegra samskipta við gerandann.

Þá er mikilvægt að leita sér hjálpar í framhaldi.

Healthline

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda