Fyrnast skattaskuldir?

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda …
Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eyþór Árnason

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem spyr um fyrningartíma virðisaukaskattsskuldar. 

Heill og sæll. 

Hver er fyrningartíminn á vsk skuld þar sem viðkomandi starfaði sem verktaki á eigin kennitölu og lenti í vanskilum við RSK sökum heilsubrests? Það eru komin tæp tíu ár síðan og RSK er enn að senda viðkomandi rukkun. 

Kveðja, 

LK

Góðan dag,

Skattalagabrot fyrnast almennt á sex árum. Séu brot eldri en sex ára gömul er hvorki hægt að krefja framteljanda um það fé sem ekki var talið fram né dæma framteljanda til refsingar. Hins vegar geta umfangsmikil skattalagabrot fallið undir almenn hegningarlög og þá varða brotin allt að tíu ára fangelsi og fyrningarfresturinn er tíu ár. Brot verða þá að vera samkynja eða hafa staðið yfir í langan tíma.

Rétt er að taka fram að Skatturinn getur rofið fyrningu með ýmsum hætti svo sem með móttöku fjárnámsbeiðni hjá sýslumanni, með nauðungarsölubeiðni, beiðni um gjaldþrot, kröfulýsingu í þrotabú gjaldanda, málsókn o.fl. Ef fyrningu er slitið byrjar nýr fyrningartími að líða og krafan er áfram lögvarin.

Bestu kveðjur,

Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Einari Huga og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda