Mega börn lána foreldrum 10 milljónir?

Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda …
Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eyþór Árnason

Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem spyr hvort börn megi lána foreldrum sínum peninga. 

Blessaður. 

Má sonur eða dóttir lána foreldrum sínu peninga t.d 10.000.000 kr. til að greiða niður fasteignalán á íbúð eða til að aðstoða þau fjárhagslega?

Kveðja, 

HJK

Góðan dag,

Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að lögráða niðjar láni foreldrum sínum peninga. Réttast væri að gera skriflegan lánssamning um þessa ráðstöfun þar sem skyldur aðila eru skilgreindar, þ.m.t. lánakjör, lánstími, endurgreiðsluferli lánsins o.fl.

Í þessu sambandi er rétt að árétta að mikilvægt er að lán milli tengdra aðila séu á eðlilegum kjörum því ella er hætta að Skatturinn líti svo á að að um beina gjöf sé að ræða eða ígildi hennar. Þetta getur t.a.m. átt við um vaxtalaus lán. Skatturinn gæti hæglega litið svo á að í slíkum gjörningi fælist fjárhagslegur ávinningur sem skattlagður yrði sem tekjur.

Bestu kveðjur,

Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Einari Huga og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda