Hvað gerir makinn þinn sem fer í taugarnar á þér?

Birta Líf Ólafsdóttir hvatti fólk til að deila í athugasemdum …
Birta Líf Ólafsdóttir hvatti fólk til að deila í athugasemdum hvað það væri sem maki þeirra gerir sem færi mest í taugarnar á þeim. Samsett mynd

Enginn er fullkominn og mörgum verður það ljóst verandi í sambandi og eyðandi miklum tíma með makanum sínum. Allir hafa sínar venjur og með tímanum kemst ýmislegt í ljós sem reynir stundum á þolinmæðina. Oftast er þó um sakleysislegar uppákomur að ræða sem fá mann annaðhvort til að brosa eða ranghvolfa augunum en einnig geta þær farið hressilega í taugarnar á manni.

Nýleg samfélagsmiðlafærsla minnti skemmtilega á þetta. Birta Líf Ólafsdóttir, helmingur hlaðvarpsins Teboðið, birti myndskeið á TikTok þar sem hún hvatti fólk til að deila í athugasemdum hvað það væri sem maki þeirra gerir sem færi mest í taugarnar á þeim. 

Birta byrjaði sjálf á að nefna það sem fer hvað mest í taugarnar á henni í fari kærasta síns, fasteignasalans Gunnars Patriks Sigurðssonar, en það er sú staðreynd að hann borðar popp með skeið, eitthvað sem henni þykir „fáránlegt“.

Athugasemdir sem fengu mikil viðbrögð

Athugasemdirnar við myndskeiðið fylltust fljótt af svörum frá fólki. Ein skrifaði til dæmis: 

„Kærasti minn tannburstar sig í 20 mínútur og endar svo á að bursta tunguna sína það mikið að hann öskurkúgast.“ 

Margir virtust tengja við þessa lýsingu bæði vegna þess að maki þeirra gerði eitthvað svipað eða af því að þeir viðurkenndu jafnvel að gera þetta sjálfir.

Önnur athugasemd, sem einnig fékk mikil viðbrögð, hljóðaði svona:

„Minn andar öllu að sér. Hann kann ekki að njóta. Hann klárar heilan Ben & Jerry’s-ís á tveimur mínútum og ég er ekki að ýkja smá. Við getum ekki deilt neinum mat saman út af þessu.“

Fleiri stutt og skondin svör mátti finna í umræðunni: 

„Segir ha?, en svarar svo spurningunni svona 10 sekúndum seinna.“ 

„Mitt er að hún fer með alla hluti út um allt og skilur þá eftir, eins og fjarstýringuna í ísskápnum.“ 

Þetta er aðeins brot af þeim fjölmörgu atriðum sem fólk nefndi að pirruðu sig við sinn maka og ef marka má viðbrögðin díla flestir við eitthvað sem fer í taugarnar á þeim.

Hægt er að horfa á TikTok-myndskeiðið og skoða allar athugasemdirnar hér fyrir neðan.

@birtalifolafs

Popp með skeið ætti náttúrlega að vera ólöglegt en það er annað mál… hvað er ykkar?

♬ original sound - Birta Líf
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda