Reynir Finndal Grétarsson eigandi InfoCapital gaf á dögunum út sjálfsævisögu sína Fjórar árstíðir. Í tilefni af útkomu bókarinnar var Reynir gestur minn í Dagmálum Morgunblaðsins. Þar talaði hann um ýmistlegt eins og til dæmis ástina.
„Ég er rómantískur sko,“ segir Reynir sem hefur stúderað ástina út frá mörgum hliðum. Hann segist til dæmis hafa haldið þegar hann var yngri að einn daginn myndi hann finna hina einu réttu, giftast henni og vera með henni út ævina. Líkt og í ævintýrunum.
„En svo bara einhvern veginn ákveður lífið annað,“ segir Reynir og játar að í hvert skipti sem samband hafi endað hafi hann upplifað ákveðið skipsbrot. Þá hafi hann farið á stúfana og reynt að finna andstæðu fyrri kærustu til þess að nýja sambandið myndi ganga betur. Ef það var spenna í sambandinu sem var að enda þá leitaði hann í rólegra samband.
Þannig að þú ert ekki með einhverja svo sérstaka týpu sem þú hrífst af?
„Nei,“ segir hann.
Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: