Ásthildur Ómaríudóttir, samfélagsmiðlastjarna, leikkona og framkvæmdastýra Míósak, og kærasti hennar, Magnús Orri Sigþórsson, eru trúlofuð.
Ásthildur deildi myndskeiði af bónorðinu á TikTok-síðu sinni nýverið og vakti það mikla athygli. Hátt í 17 þúsund manns hafa þegar horft á myndskeiðið.
Magnús fór á skeljarnar á strönd í San Francisco og í myndskeiðinu má sjá glitta í hina stórbrotnu Golden Gate-brú í bakgrunni.
Ásthildur hefur notið vaxandi vinsælda á samfélagsmiðlum og hefur sankað að sér tæplega 12 þúsund fylgjendum á TikTok. Þá fylgjast hátt í 4.000 manns með ævintýrum hennar á Instagram.
Smartland óskar Ásthildi og Magnúsi hjartanlega til hamingju með trúlofunina.