Bónorð íslensks pars slær í gegn á TikTok

Ásthildur Ómaríudóttir, samfélagsmiðlastjarna, leikkona og framkvæmdastýra Míósak, og kærasti hennar, …
Ásthildur Ómaríudóttir, samfélagsmiðlastjarna, leikkona og framkvæmdastýra Míósak, og kærasti hennar, Magnús Orri Sigþórsson, eru trúlofuð. Samsett mynd

Ásthildur Ómaríudóttir, samfélagsmiðlastjarna, leikkona og framkvæmdastýra Míósak, og kærasti hennar, Magnús Orri Sigþórsson, eru trúlofuð.

Ásthildur deildi myndskeiði af bónorðinu á TikTok-síðu sinni nýverið og vakti það mikla athygli. Hátt í 17 þúsund manns hafa þegar horft á myndskeiðið.

Magnús fór á skeljarnar á strönd í San Francisco og í myndskeiðinu má sjá glitta í hina stórbrotnu Golden Gate-brú í bakgrunni.

Ásthildur hefur notið vaxandi vinsælda á samfélagsmiðlum og hefur sankað að sér tæplega 12 þúsund fylgjendum á TikTok. Þá fylgjast hátt í 4.000 manns með ævintýrum hennar á Instagram.

Smartland óskar Ásthildi og Magnúsi hjartanlega til hamingju með trúlofunina.

@asthildurom 🥹💍✨ #engaged #surprise #love #sanfrancisco ♬ Beanie Waltz - Seb Wery



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda