Ólafur Garðarsson, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem veltir fyrir sér hvort það skipti máli hver sé skráður fyrir hverju í hjónabandinu.
Góðan daginn.
Hvernig er það með hjón, þegar annar aðilinn er skráður fyrir íbúð og hinn bílnum, og ef sá sem er skráður fyrir íbúð deyr, erfir þá eiginkonan allt eða barn hans? Þau eru gift en eiga ekki saman börn.
Kveðja,
PI
Sæll PI.
Ef ég skil þig rétt þá eiga hjónin ekki sameiginleg börn en maðurinn á barn líklega frá fyrra sambandi.
Að því gefnu að það sé aðeins eitt barn mannsins í þessu dæmi og að ekki sé fyrir hendi erfðaskrá eða kaupmáli þar sem hluti eigna er gerður að séreign annars hvors þá er svarið einfalt. Falli maðurinn frá skiptast ykkar eigur fyrst til helminga. Búshluti mannsins skiptist síðan þannig að maki hans fær 1/3 en 2/3 hluta erfir barn hans sbr. 2. grein erfðalaga nr. 8/1962.
Kær kveðja,
Ólafur Garðarsson hrl.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Ólafi eða öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR.