Hver erfir makalausan og barnlausan mann?

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda.
Helga Vala Helgadóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda. mbl.is/Eyþór Árnason

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá Guðmundi sem veltir fyrir sér hver erfir makalausan og barnlausan mann. 

Góðan dag.

Látinn maður á engan maka og engin börn og foreldrar hans eru látnir. Hann á systkini og hálfsystkini. Hafa hálfsystkini sama erfðarétt og systkini?

Kveðja, 

Guðmundur. 


Góðan dag Guðmundur. 

Hér er spurt um erfðarétt eftir mann sem ekki á maka eða börn og báðir foreldrar eru látnir. Í slíkum tilvikum, þegar báðir foreldrar eru látnir, þá taka börn, eða aðrir niðjar hvors foreldris fyrir sig, þann arf sem foreldrinu hefði borið. Þar sem spurt var um hálfsystkini, þá fer arfshluti eftir því, þannig að alsystkin erfir það sem hvort foreldri fyrir sig hefði fengið, en hálfsystkin það sem annað foreldrið hefði fengið. Því kemur stærri arfshluti til alsystkina en hálfsystkina.

Vonandi svarar þetta spurningu þinni.

kveðja,

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Helgu Völu eða öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda