Guðný Björk Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lyftingakona, hefur trúlofast kærasta sínum, Jóhanni Val Jónssyni múrarameistara.
Guðný Björk greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni nýverið og birti í fyrradag skemmtilega myndaröð sem sýndi brot úr afar viðburðarríkum októbermánuði.
Við færsluna skrifaði hún:
„Ég elska október. Trúlofaðist ástinni í lífi mínu, eignaðist lítinn frænda og keppti á heimsmeistaramóti.“
Guðný Björk hefur gert góða hluti í lyftingaheiminum og setti meðal annars Íslandsmet í jafnhendingu á Evrópumóti í ólympískum lyftingum í Búlgaríu í fyrra.
Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju.