Guðný Björk og Jóhann Valur trúlofuð

Ástin skín af unga parinu.
Ástin skín af unga parinu. Samsett mynd

Guðný Björk Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lyftingakona, hefur trúlofast kærasta sínum, Jóhanni Val Jónssyni múrarameistara.

Guðný Björk greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni nýverið og birti í fyrradag skemmtilega myndaröð sem sýndi brot úr afar viðburðarríkum októbermánuði.

Við færsluna skrifaði hún:

„Ég elska október. Trúlofaðist ástinni í lífi mínu, eignaðist lítinn frænda og keppti á heimsmeistaramóti.“

Guðný Björk hefur gert góða hluti í lyftingaheiminum og setti meðal annars Íslandsmet í jafnhendingu á Evrópumóti í ólympískum lyftingum í Búlgaríu í fyrra.

Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda