Vignir Rafn auglýsir eftir húsnæði

Vignir Rafn Valþórsson.
Vignir Rafn Valþórsson. Samsett mynd

Leikarinn og stofnandi leikhópsins Óskabörn ógæfunnar, Vignir Rafn Valþórsson, er í leit að húsnæði, ef marka má færslur hans á helstu leigusíðum Facebook.

Vignir Rafn, sem á tvær ungar dætur með leikkonunni og leikstjóranum Þórunni Örnu Kristjánsdóttur, segist vera á höttunum eftir húsnæði, helst í göngufæri við Vesturbæjarskóla. Hann er opinn fyrir hvers kyns húsnæði svo lengi sem þar sé salerni, rafmagn og rennandi vatn. Sturta er bónus.

Vignir Rafn hefur komið víða við í íslenskum leiklistar- og menningarheimi. Hann starfaði í Þjóðleikhúsinu fyrstu árin eftir útskrift úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands, hefur unnið mikið með sjálfstæðum leikhópum og einnig leikið í sjónvarpi og kvikmyndum. Má þar meðal annars nefna Ófærð 2, Svartur á leik, Næturvaktina og Hlemmavideó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda