Geta ellimenni ættleitt stúlkur á fimmtugsaldri?

Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda …
Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eyþór Árnason

Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem spyr um ættleiðingu á miðjum aldri. 

Hæ Einar Hugi. 

Afi minn lést og var í óskiptabúi. Hann átti eina dóttur sem er einnig látin en ól upp tvær systur með konunni sinni. Eftir andlát hans eru systurnar með skjöl sem sýna að þær voru ættleiddar þegar þær voru á fimmtugsaldri og afi minn var um sjötugt.
Eru einhver dæmi um að ellimenni ættleiðir uppeldisbörn á fimmtugsaldri sem halda ennþá eftirnafni föður þeirra og engin ættingi hafði vitneskju um þessar ættleiðingar?

Kveðja, 

Ein hissa

Góðan dag,

Ég get ekki fullyrt hvort að einhver dæmi séu til um nákvæmlega þær aðstæður sem þú lýsir í spurningu þinni. Hitt er annað mál að heimild til ættleiðingar fullorðinna, og þá sérstaklega uppeldisbarna, er skýr í íslenskum rétti, sbr. 3. gr. og 4. gr. laga nr. 130/1999 um ættleiðingar. Að þessu er sérstaklega vikið í lögskýringargögnum með lögunum þar sem fram kemur að ættleiðing fulltíða manna, 18 ára og eldri, sé fátíð en örugg stjórnsýsluvenja heimili slíka ættleiðingu.

Samkvæmt framangreindu er ekkert því til fyrirstöðu að sjötugur einstaklingur ættleiði uppeldisbörn á fimmtugsaldri. Sú staðreynd að aðrir ættingjar höfðu ekki vitneskju um ættleiðingarnar hefur ekki áhrif á gildi þeirra. Engu breytir heldur um gildi ættleiðinganna þótt að systurnar hafi ekki tekið upp kenninafn kjörforeldris, enda hafa þær fullan rétt til að halda sínu fyrra eftirnafni þrátt fyrir ættleiðinguna.

Réttaráhrif gildrar ættleiðingar hvað varðar erfðarétt eru þau að systurnar tvær teljast til lögerfingja afa þíns með sama rétt og niðjar hans. Þær ganga því inn í erfðaröðina sem dætur hans og eiga rétt á arfi úr hans hluta hins óskipta bús.

Bestu kveðjur,

Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Einari Huga og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda