Ólöf Skaftadóttir, annar stjórnanda Komið gott, og Magnús Ragnarsson, leikari og fyrrverandi sjónvarpsstjóri Símans, eru nýtt par. Þau hafa sést saman undanfarið og mætt meðal annars saman í brúðkaup og aðra viðburði.
Sögusagnir hafa gengið um samband þeirra síðustu mánuði.
Ólöf hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði síðan hlaðvarpið Komið gott fór af stað. Nú er það eitt vinsælasta hlaðvarp landsins en hún stýrir því ásamt Kristínu Gunnarsdóttur. Ólöf starfar einnig hjá ráðgjafafyrirtækinu Athygli. Hún var áður ritstjóri Fréttablaðsins.
Magnús sat í framkvæmdastjórn Símans frá 2014-2024. Hann er einnig leikari og hefur sést í ýmsum vinsælum íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.