Nýttu sköpunargáfuna

Fiskar | 19. FEBRÚAR 20. MARS 
Elsku Fiskurinn minn, þú ert að sjá lífið í svo góðu ljósi, ert að sýna svo mörgum þolinmæði, umhyggju og heilun að þú ert eins og engill eða kennari hér á jörðinni. Að sjálfsögðu bera tilfinningarnar þig stundum ofurliði og þér líður eins og þú hafir ekki stjórn á neinu, en þá eins og á augabragði getur allt breyst. Þú ert að fara inn í ævintýralegt tímabil og þarft að sýna þakklæti fyrir það sem þú hefur, það eru svo margir að skoða þig og spekúlera í þér, sem þér gæti fundist pínulítið óþægilegt.

Ástartíðnin þín er mjög tær, þú finnur að þú hefur svo mikið að gefa og getur elskað ótakmarkað. Ég hef sagt það áður við þig að það er harðbannað að sitja í aftursætinu á farartækinu þínu, þú þarft að sitja fram í og stýra sjálfur, þannig nærðu bestum árangri. Þetta þýðir ekki þú þurfir að stjórna öllu í kringum þig, heldur ert þú sjálfur farartækið og því þarf að stjórna.

Allt er að ganga vel hjá þér og ganga upp og það eina sem getur drepið þig er eitraðar hugsanir sem þú býrð til sjálfur; umhyggja, næmni og óeigingirni munu kveikja ljós fyrir þig í myrkrinu og það er svo mikilvægt þú notir tónlist og annan fjölbreytileika sem tengist list eða einhvers konar upplifun, til dæmis er það list að vera kokkur, hafa góða útvarpsrödd eða skipuleggja heimilið. Þú verður akkúrat á þeirri tíðni eða í þeirri orku á næstunni sem þú vilt vera, svo nýttu þér sköpunargáfu þína út í ystu æsar og vertu eins frumlegur og þér einum er lagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál