Skemmtileg för framundan

Andrea Róberts.
Andrea Róberts. mbl.is/Árni Sæberg

Andrea Róberts framkvæmdastjóri FKA, fædd 3.2. 1975:

Elsku Andrea mín. Þú ert alheimstalan níu, sem segir mér að þú sért þannig persóna að það er alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur og hvert þú ferð í heiminum; þú getur aðlagað þig að bókstaflega öllu.

Þú ert kameljón í æðsta veldi og í bland við einlægni þína og hvatvísi langar fólk að vingast við þig og geta kallað þig vinkonu sína.

Orka þín er mjög opin og stundum hefur þér fundist eins og einhver í kringum þig væri jafnvel að borða hana. Og það er alveg rétt, því með einlægni þinni gefurðu oft meira af þér en þú getur. Þess vegna býr líka í þér einstakur hellisbúi sem nærist mest og best inni á heimilinu og í náttúrunni. Þannig nærðu jafnvægi.

Þú hefur í gegnum tíðina ýtt verkefnum úr vör án þess að hugsa, því yfirleitt gefur fólk sér of mikinn tíma til að hugsa og framkvæmir þar af leiðandi ekki neitt. Ef þú skoðar vel í kringum þig þá er svo margt sem þú hefur komið til leiðar sem hefur komið öðrum til hjálpar og þar sem þú ert á snarskemmtilegu árstölunni átta tókstu náttúrlega að þér merkilega stöðu þar sem tilgangurinn er að sameina fólk og gera það sterkara.

Það er miklu meira í pípunum á þessu ári svo þú átt erfitt með að velja og hafna. Skoðaðu vel hvað þú nennir ekki að gera og ef þú færð skrítna tilfinningu við tilhugsunina um verkefnið sem þér er boðið skaltu fara eftir innsæi þínu því í þér býr svolítil spákona. Allir eru með eitthvert næmi gagnvart orkunni í kringum sig en sumir hafa þróað það betur en aðrir og þú ert þar á meðal. Þar af leiðandi skaltu hlusta vel. Skrifaðu alltaf niður svörin sem þú færð til þín nema þú sért með hendur á stýri. Þau birtast þér nefnilega eins og ljósbrot sem geta gleymst í stressi augnabliksins.

Árstalan átta táknar yfirleitt breytingu á vinnu, heimili og lífshögum. Þetta er sérstaklega góð tala fyrir þá sem eru fljótir að hugsa og þú ert ekki að tvínóna við hlutina ef þú ætlar þér eitthvað.

Í þessu skemmtilega ferðalagi sem fram undan er á árinu muntu loksins sjá hvað þig virkilega langar til að gera og hvernig þú ætlar að gera það. Þú átt eftir að raða í kringum þig nýju fólki sem gefur þér nýja sýn og hjálpar þér áfram að vera þessi friðarboðberi sem þér er ætlað að vera. Þú átt eftir að vinna vinnu sem tengist réttlætisbaráttu, sameina fólk og láta svo margt fallegt af þér leiða.

Stjörnumerki Andreu er Vatnsberi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál