Jólaspá Nautsins: Með Venus á hælunum

mbl.is

Elsku Nautið mitt, þú ert búið að spila allan tilfinningaskalann núna undanfarið og ert að henda út því erfiða eins og rusli, þú sérð miklu skýrar hverju á að halda og hverju á að henda.

Að sjálfsögðu er hræðslan aðeins að blekkja þig því hún tengist þessum mikla tilfinningaskala þar sem þú ferð eins hátt upp og hægt er en getur líka dottið niður aftur. Og þá þarftu að segja ég hef ekkert að óttast því lífið er að vinna með mér, og með þessu fer hræðslan líka í ruslapokann góða.

Þú ert mikið elskuð persóna og þolir svo illa svik af hvaða tagi sem það er og ef þér finnst einhver hafa svikið þig, settu þá huga þinn við fjóra góða kosti sem sú manneskja hefur, þá hættir hún að hafa þessi áhrif á þig, því ætti enginn að vera með herbergi í heilanum þínum og allt tilheyrandi nema þú leyfir það sjálfur, svo út í ruslið með þessa tilfinningu líka.

Á þennan hátt eflirðu mátt þinn og dug og hefur lykilinn að lífinu hjá sjálfum þér, því ef þú leyfir öðrum að hafa þinn lykil í þeirra vasa þá missirðu stjórnina og ert ekki við stýrið í eigin lífi.

Þú ert búinn að stimpla inn í lífið með hugsunum og myndum og alveg ósjálfrátt hvað þú vilt fá út úr lífinu og þar sem hugsanir eru orka, þá eyðast þær aldrei, svo það er ekkert sem hindrar þig í því að láta stóru draumana þína rætast.

Þetta er svipað og að taka selfie eða sjálfsmynd, vera ánægður með hana og ýta á senda því þá er hún komin út í alheiminn. Ekki vera viðkvæmt í ástinni, hún hefur allavega hólf og liti og þú munt sjá hana í litum ef þú bara opnar augun aðeins meira. Venus fylgir þér eins og skugginn og hvað er betra en það?

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál