Ný og betri staða

Hrúturinn 21. mars - 19. apríl

Elsku Hrúturinn minn, þú ert að fara inn í svo hratt og dásamlega hressandi ár að þú getur strax byrjað að klappa. Það hefur verið mikil spenna og streita í kringum þig og ef þú skoðar vel þá vinnurðu best undir stressi.

Þú stendur svo hnarreistur og sterkur fyrir þínu í byrjun árs og tengir þig við þá sem þú þarft að hafa samband við til að hjálpa þér að leysa úr málunum. Þú hjálpar alveg ótrúlega mikið til í fjölskyldunni, það eru svo miklu fleiri sem treysta á þig en þú heldur og þú munt svo sannarlega standa undir þeim áskorunum, að vera hinn sterki.

Lífstalan átta sveimar yfir þér þetta árið og hún táknar óendanleikann, hugsaðu það þannig að ef þú skrifar tölustafinn átta, þá hefur hann ekkert upphaf eða endi, heldur alltaf áframhald.

Þegar líða tekur að vorinu eru miklir möguleikar á tilboðum í sambandi við nýja vinnu, verkefni, húsnæði og svo framvegis og þú þarft að nýta þér þann kraft að vera fljótur að ákveða þig, tækifærin eru oft eins og vindurinn, þau koma og fara án þess að maður átti sig á því hvað er að gerast. Svo þú átt eftir að vera svolítið mikið á tánum næstu mánuði og hrindir ólíklegustu verkefnum í framkvæmd.

Sumrinu og haustinu væri líka hægt að líkja við vindinn, því það hreinsast allt í kringum þig sem þú vilt að fari aftur til fortíðar og ert þreyttur að díla við, alveg eins og vindurinn feykir laufblöðunum frá að hausti.

Þú verður svo stoltur af þínum persónulegu afrekum, sem tengjast sálinni, líkamanum og heilbrigðinu, ég er ekki að segja að þetta verði áfallalaust ár, en þú ert svo sterkur og miklu betur í stakk búinn að mæta lífinu án þess að það nái að slá þig niður.

Þetta ár verður þér margfalt betra en árið sem var að líða og þú leyfir þér ekki að láta áhyggjurnar brenna inn í sál þína, því þær eru alltaf einskis nýtar og mikil spenna verður hjá þeim sem eru tilbúnir fyrir ástina, hún gæti verið að banka á dyrnar, sérstaklega fyrstu mánuði ársins.

Þegar þú stendur upp í lok ársins 2020, þá sérðu að þetta ár er hefur skapað þér nýjan status og betri stöðu, þú ert ánægðari með tilveruna en þú hefur áður verið og tekur lífinu með dásamlegu æðruleysi.

Áramótaknús og kossar, Sigga Kling

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál