Út úr vana og venjum

Nautið 20. apríl - 20. maí

Elsku Nautið mitt, þetta er árið sem þú lokar og gerir allt sem þú hefur frestað hingað til, horfist í augu við það sem þú hræðist og ryður óttanum í burtu eins og hann væri smá gola.

Þú verður steinhissa á sjálfum þér hvers vegna þú hefur ekki gert þetta allt saman fyrir löngu, en 2020 er svo sannarlega þinn tími til að klára, læra og loka því sem þú vilt ekki hafa, byrja hægt og rólega, eða hratt og örugglega með nýju markmiðin sem munu blasa við þér þegar það gamla og leiðinlega fýkur á brott.

Þú átt eftir að finna nýjar hliðar á þér, taka líkamann í gegn og þá fylgir hið andlega í kjölfarið, þetta á sérstaklega við fyrstu sex mánuði ársins. Þá finnst þér eins og þú sért ný manneskja og þú átt eftir að gera hlutina á þinn hátt og brýst út úr vana og venjum og átt eftir að sanna þig fyrir bæði sjálfum þér og öðrum og munt dansa við þína eigin músík á þessu ári og annarra afskiptasemi mun ekki hamla þér.

Í ástinni fellur fólk kylliflatt fyrir þér, þú ert fæddur til þess að láta elska þig, svo það er í þínu valdi hversu mikið þú leyfir ástinni að vera og hversu langt hún fær að ganga, en sum ykkar nenna ástinni alls ekki og hrista bara höfuðið ef einhver bendir á möguleikana, en ástin er eins og hnerri, þú getur ekki stoppað hana.

Þetta er sérstaklega gott ár fyrir skapandi Naut, því hugmyndirnar flæða til þín sem aldrei fyrr og þegar þér finnst eitthvað þrengja að þér, þá akkúrat færðu rétta kraftinn til að framkvæma, gera og breyta.

Seinniparturinn á árinu gefur uppskeru og gleði, nokkur átök verða þó innan fjölskyldunnar en það er samt ekkert sem þú átt að leyfa að láta hindra þig á þessu andlega og skemmtilega ári sem þú ert að fara í gegnum.

Peningar koma og fara á árinu, en alltaf þegar þig vantar þá, geturðu teygt þig eftir þeim, svo þetta er gjafmilt ár þar sem þú gefur mikið og færð mikið til baka, eins og fullkomið Yin&Yang.

Áramótaknús og kossar, Sigga Kling

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál