Fiskurinn: Það verður allt á útopnu hjá þér

Elsku Fiskurinn minn,

það er eins og merkilegasta fólk í heimi fæðist í Fiskamerkinu og það eru svo margir í þessu merki sem hafa verið áhrifavaldar í mínu lífi og ég ber ómælda virðingu fyrir.

Það er að byrja hjá þér 100 daga tímabilið, sem endurnýjar svo afskaplega mikið bæði í orkunni þinni, hugsunum og í því sem er að gerast í kringum þig og þú ert að læra svo margt og mikið sem hjálpar þér til þess að verða þín eigin fyrirmynd og áhrifavaldur.

Þegar líður á þennan tíma verður vart nokkuð sem getur bitið þig, eins og þú eldist um 100 ár í visku og þú lítur svo miklu betur út vegna þess að þú veist svo sterkt muninn á réttu og röngu, svo það skín út frá þér friður sem ég get ekki sagt að sé endilega algeng tilfinning hjá þér elskan mín.

Þú ert svo tilfinningalega tengdur öllu, náttúrunni, veröldinni, ástinni og fólkinu þínu, en þar sem þú ert búinn að lenda í svo mörgu í lífinu áttu það til að loka þig alveg niðri í kjallara og það er ekki hægt að lesa neitt í það hvernig þér líður í raun. Það er svo algengt að í Fiskamerkinu sé fólk sem eigi dýr og núna framundan í þessu 100 daga tímabili virðast margir ykkar eiga eða vera að eignast félaga úr dýraríkinu.

Þú verður á miklum þönum, að redda, bjarga, þrífa, pússa, bóna og breyta og í því öllu verður hvíld þín fólgin, því þú færð enga hvíld úr því að vera aðgerðarlaus og sofa og þú lofar einhverju upp í ermina á þér sem gæti valdið þér kvíða, en það leysist svo ekki eyða tíma þínum í að hugsa um það.

Vistarverur þínar verða betri og bjartari, þú leggur mikinn kraft í það að skapa rétt andrúmsloft og það er eins og allir vilji knúsa þig því þú sendir frá þér sanna auðmýkt og góðmennsku. Ef reiði er eitthvað að þvælast fyrir þér þá á hún ekki heima hjá þér og mun bara eitra fyrir þér, svo beindu hugsunum þínum annað og það bitra fer. Þú ert þinn dómari í lífinu svo sýndu sjálfum þér meiri almennilegheit, í því er listin af vellíðan fólgin.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál