Vogin: Þú getur tekist á við allt

Elsku Vogin mín,

þú ert svo dásamlega gjafmild og heillandi og allt verður alveg fullkomið ef þú lærir að útiloka sífelld vandamál, erfiðleika eða hávaða annarra, þú þarft að segja nei þegar hugurinn heltekur og lamar þig af neikvæðri orku annarra. Þú þarft kerfisbundið að segja nei við hugann og æfa þig í þessu eins og þú sért að fara í próf, þetta er það eina sem er að stöðva að líf þitt sé fullkomið.

Þú hefur óbilandi dug til að takast á við stóra og strembna hluti, þetta er mánuður skipulags og þú þarft að setja þér það fyrir hvernig þú ætlar að útfæra næstu mánuði í þínu lífu og febrúar færir þér öll þau verkfæri sem þig vantar, og þú hefur nægan tíma þótt þú sért alltaf á fartinni.

Þú heldur áfram að laga og bæta það sem þú hefur verið að gera því þú ert með allt á hárréttri leið, og þarft bara að tímasetja, klukkan hvað er þetta, hvenær byrjar þetta? Því þá fer leiðtogahæfnin þín í að stimpla það inn í frumurnar og þú ríst eins þitt eigið eldfjall.

Það kemur nefnilega fyrir að hugur þinn frýs og þú týnir tímanum, en núna hefur þú tímann í hendi þér og setur allt í dagbók. Þú ferð að uppskera svo miklu meira og nærð árangri í öllu sem þú setur þér fyrir, því þannig vinnurðu. Það býr í þér ofboðsleg keppnismanneskja og þessvegna þegar þú tekur þér eitthvað fyrir hendur þá mun keppnisskapið þitt margfaldast, það er málið og þú klappar, það er sigurinn.

Þú munt nýta tímann þinn vel í ástinni og ef eitthvað er að angra þig í þeim málum þá þarftu svolítið að horfa svolítið framhjá því sem pirrar þig mest til að sjá heildamyndina betur.

Þegar líða tekur á þennan sérstaka tíma sem þú ert að fara inn í er eins og þú takir við verðlaunum, viðurkenningu eða vinnir einhver málaferli, þú verður allavega sæl með útkomuna hvort sem þú ert að bíða eftir einhverju eður ei. Þú tekur úr sjálfri þér orku indíánans, setur liti í kringum þig og byrjar að næra þig með réttum athöfnum, sem færa þér orku, ró og gleði – sjáðu fyrir þér regndans indíánanna og finndu orkuna streyma til þín.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál