Hrúturinn: Þú þarft að læra að fara milliveginn

Elsku Hrúturinn minn,

það er einkennileg orka búin að vera í kringum þig og þú ert ekki alveg viss hvernig þú átt að tækla þessa tíma sem þú ert að fara í. Þú virðist taka svo vel á öllu sem tengist vanköntum í lífi þínu, ferð að byggja svo vel upp líkama og sál og af fremsta megni að standa með öllum í kringum þig.

Þú byggir þig upp eins hratt og hugsunin flýgur, tekur áskorunum sem þú hræðist, en þú þarft samt að vita betur hverjum þú getur treyst. Þú þarft að læra að fara milliveginn í því að stjórna öðrum í kringum þig eða kenna þeim lexíu.

Það verður mikil aðdáun í kringum þig, alveg sama hvar þú ert staddur í þjóðfélagsstiganum, þér finnst eins og þú hafir áorkað svo miklu og líður svo vel með sjálfan þig og það er svo sannarlega satt, sérstaklega á næstu 70 dögum. Þetta tímabil byggir svo sérstaka undirstöðu og hjálpar þér svo innilega að sjá hvert þú stefnir.

Hugbreytandi efni er eini þröskuldurinn sem ég sé að hindri fögnuð þinn, en þegar þú tekur ákvörðun um að breyta þá stoppar þig ekkert, svo ákvörðun er allt sem þarf.

Þú hefur farið í gegnum mikið álag í lífi þínu. Þess vegna ertu vitur og skilaboðin til þín eru að skoða fjárhaginn, það virðist vera að þú getir breytt svo mörgu með því að laga aðeins til í kringum þig og gera það sjálfur.

Það er mikil orka velferðar í kringum þig á næstunni og í þeirri tíðni er mikilvægt að þú takir ábyrgð og safnir í sjóð. Því það er svo mikil innspýting fyrir þig. Í ástinni verða þér allir vegir færir en trygglyndið er það sem trónir á toppnum. Það færir þér kraft til að gera hvað sem er.

Knús & koss,

Sigga Kling

 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál