Krabbinn: Þú munt standa undir væntingum

Elsku Krabbinn minn,

það koma að sjálfsögðu þannig tímar að þér finnist þú vera aleinn í heiminum og enginn sé að fylgjast með þér. Þetta er að mörgu leyti vegna þess að þú hefur svo stórt hjarta, en það getur líka valdið þér sárri angist. Svo einkennilega sem það er þá geta fallegu hugsanirnar þínar og hugsjónir fengið þig til að efast um sjálfan þig.

Þú átt von á uppskeru því þú ert búinn að sá svo fallega í lífið og ef þú ert að spekúlera í ástinni skaltu steinhætta að óttast höfnum eða sársauka; það er um tvennt að ræða: Að elska eða óttast.

Þú hrósar mörgum í kringum þig og orð þín eyðast aldrei því öllum orðum fylgir orka og þú ert einskonar kyndilberi eða persónan sem gengur með ljósið.

Þú ert búinn að hafa miklar áhyggjur af ýmislegri vá eða hættu í kringum þig en þú átt eftir að forða þér því lífið mun færa þér framúrskarandi sigur. Sérstaklega kenna þér á næstunni að elska og fyrirgefa og þú skalt skoða í ástinni umhyggjusömu týpuna sem færir þér mat og nuddar á þér axlirnar.

Það myndast mikil spenna á næstu mánuðum vegna þess þú tekur að þér verkefni sem þú sérð ekki fyrir endann á. Þú efast um hvort þú hafir þann styrk að bera að standa undir væntingum og þeim breytingar sem eru að koma sem þú finnur fyrir og ert jafnvel búinn að taka ákvörðun um. Þetta mun færa þér blessun og betri líðan, og þó þú getir ekki stjórnað öllum aðstæðum sem verða í kringum þig, þá getur þú stjórnað því hvernig þú bregst við aðstæðum og með því áttu eftir að heilla alla.

Knús & koss,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál